Á ferð um samfélagið

FJÖLSKYLDAN : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 75 fjölskyldunnar. Fjölskyldan hefur líka það hlutverk að koma til móts við þarfir þínar í mat, drykk og húsaskjóli enda hefur hún yfirleitt sameiginlegan fjárhag. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um grund- vallarréttindi barna. Þar stendur meðal annars að báðir foreldrar eigi að bera sameiginlega ábyrgð á börnunum. For- eldrar eða forráðamenn bera megin- ábyrgð á uppeldi og þroska barnsins. Velferð barnsins á alltaf að skipta mestu máli. Félagsleg staða. Þegar þú fæddist fékkst þú ákveðna stöðu sem tengist stöðu fjölskyldu þinnar. Fjölskyldu- uppruni ræður miklu um stöðu þína í samfélaginu. Breytt staða fjölskyldunnar Á 20. öldinni urðu miklar breytingar á lífsháttum Íslendinga. Skýr dæmi um það er aukin þátttaka kvenna á vinnu- markaði og aðkoma feðra að heimilis- störfum, umönnun og uppeldi barna. Fyrir fáeinum áratugum heyrði það til undantekninga að báðir aðilar í sam- búð eða hjónabandi ynnu úti og deildu með sér heimilisstörfum og umönnun barna. Slíkt þykir sjálfsagt og eðlilegt í nútímasamfélagi þótt misjafnt sé hvernig verkaskiptingu er háttað. Við þessar breyttu aðstæður hefur skapast þörf á því að foreldrar geti samræmt fjölskyldu- og atvinnulíf. Löggjafinn og atvinnurek- endur hafa komið til móts við þennan nýja veruleika með ýmsum breytingum og umbótum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=