Á ferð um samfélagið

74 Hjá Yanómama-fólkinu mega stúlkur giftast og eignast börn við 13 ára aldurinn. Í íslenskum hegningarlögum er að finna ákvæði sem miðar að því að vernda börn og unglinga fyrir kyn- ferðislegri misnotkun sér eldra fólks, sem vill nýta sér þroska- og reynslu- leysi barnanna. Í almennum hegningar- lögum stendur að það sé refsivert að stunda kynlíf með einstaklingi sem er yngri en 15 ára. Ef þetta lagaákvæði er brotið getur refsing orðið fangelsisvist. Hægt er að lækka refsingu eða fella hana niður ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi. Félagsmótun fjölskyldunnar. Í iðn- væddum ríkjum eru börn og unglingar í mun minni tengslum við foreldra sína og aðra fullorðna ættingja en áður. Þau eru stóran hluta dagsins í skólanum og frítímanum eyða þau í vinnu, heima- lærdóm, tölvunotkun, samvistir við félaga og vini eða íþróttir svo dæmi séu nefnd. Hjá mörgum foreldrum ungra barna er vinnudagurinn langur og þeir hafa þar af leiðandi minni tíma til að vera með börnum sínum. Algengt er að ung börn séu á leikskóla frá morgni og langt fram eftir degi á meðan for- eldarnir eru í vinnunni. Margir eru þeirrar skoðunar að börn hafi ekki gott af því að vera svo lengi fjarverandi frá heimilinu. Þeir telja æskilegast ef foreldrarnir gætu verið heima þar til börnin byrja í skóla. Aðrir eru ekki sama sinnis því rannsóknir benda til þess að það sé þroskandi fyrir börn að sækja leikskóla og umgangast jafnaldra. Þar eru þau undir eftirliti leikskóla- kennara og annars sérmenntaðs starfs- fólks. Þótt félagsmótun fari að ein- hverju leyti fram utan fjölskyldunnar þá er hún samt sem áður mikilvægasti félagsmótunaraðilinn í lífi barna. Ást og umhyggja. Hver huggaði þig þegar þú meiddir þig sem barn – og af hverju? Líklega voru það foreldrar þínir eða einhverjir þér nákomnir sem fundu til með þér, enda tengist fólk oft nánum tilfinningaböndum innan Barnabrúðkaup Zeinab er 13 ára gömul stúlka sem býr í Íran. Hún er ekki í skóla eins og margir jafnaldrar hennar heldur er hún heimavinnandi húsmóðir. Þegar hún var 12 ára var hún gefin í hjónaband, til að greiða úr fjárhagsvanda foreldra sinna. Með öðrum orðum, hún var seld eiginmanni sínum fyrir ákveðna fjárupphæð. Systir hennar hlaut sömu örlög þegar hún var á svipuðum aldri. Þótt hjónabandsaldurinn í Írak sé lögum samkvæmt átján ár er sjötta hver brúður yngri en fimmtán ára. ruv.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=