Á ferð um samfélagið

72 40% hjónabanda enda með skilnaði Um fjörutíu prósent hjónabanda á Íslandi enda með skilnaði en það er svipað hlut- fall og í nágrannalöndunum. Helsta ástæða skilnaða er sú sama hér og annars staðar, fólk á ekki lengur samleið, vex hvort í sína áttina og finnur til ástleysis. Ágreiningur um forgangsröðun tíma milli heimilis, vinnu og frítíma er þekkt vandamál hjá pörum. Nú- tímafólk er of upptekið að eignast dýr tæki og keppast um að klífa fjöll og hlaupa mara- þon – en gleymir að hlúa að hjónabandinu. Í 65% tilfella er það konan sem vill skilja og helsti orsakaþáttur skilnaða er ágreiningur um forgangsröðun tíma. Margir nefna áfengis- og vímuefnanotk- un sem orsök skilnaðar, konur í um 40% til- fella og karlar í um 20% tilfella. Sumir halda áfram að drekka eins og þeir séu barnlausir þrátt fyrir að hafa eignast fjölskyldu og það getur verið stórt vandamál. Helstu ástæður skilnaðar Átti ekki lengur samleið með maka 63,6% Ástleysi 51,2% Samskiptaerfiðleikar, rifrildi 42,5% Ágreiningur um forgangsröðun (heimilis, fjölskyldu og frístunda) 38,7% Áfengis- og vímuefnavandi 35,5% Andlegt ofbeldi 33,5% Geðræn vandamál 28,7% Framhjáhald maka 26,2% Ágreiningur í kynlífsmálum 24,6% Svarandi, maki eða báðir ástfangnir af öðrum 19,8% Fréttatíminn, 21.–23. ágúst 2015, bls. 28 Skilnaðir eru yfirleitt erfiðir fyrir alla aðila.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=