Á ferð um samfélagið
FJÖLSKYLDAN : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 71 20. öld var algengt að koma þeim sem einhverra hluta vegna gátu ekki séð sér farborða fyrir hjá fjölskyldum gegn greiðslum. Þeir voru gjarnan nefndir niðursetningar eða hreppsómagar . Hversu harkalegt sem það kann að hljóma þá héldu sveitarfélögin í bændasamfélaginu uppboð á fólki. Þessum uppboðum má líkja við eins konar þrælauppboð þó þeir sem verið var að bjóða upp hér teldust frjálsir menn. Býlið sem bauð lægst í niður- setninginn eða ómagann fékk hann. Því lægra sem boðið var þeim mun minna þurfti sveitarfélagið að greiða með einstaklingnum. Börnum var iðu- lega komið fyrir hjá ókunnugum ef foreldrarnir gátu ekki séð um þau. Skilnaðir Margir hefja búskap, skilja og eignast nýja maka aftur þannig að börnin búa á tveimur heimilum og eignast fleiri foreldra. Skilnaðir og sambúðarslit eru algeng í nútímasamfélagi. Ástæður skilnaða eru margs konar. Á 19. öld voru skilnaðir nær óhugsandi þar sem heimili og vinnustaður voru eitt og það sama. Þar sem karlinn átti yfirleitt jörðina var staða kvenna slæm í þeirri samfélagsgerð, því við skilnað varð konan að flytja burtu af heimilinu. Nú á dögum er staða kvenna allt önnur í samfélaginu og það er til dæmis ekki lengur álitið siðferðislega rangt að skilja. Það er ekki lengur almenn skoðun að fólk eigi eða verði að búa saman vegna barnanna. Árið 1992 samþykkti Alþingi lög um sam- eiginlega forsjá barns eða barna þegar hjón eða sambúðarfólk ákveða að skilja. Nú velja um 90% foreldra sameiginlega forsjá. Þó svo að foreldrar fari með sameiginlega forsjá þarf barnið að eiga lögheimili hjá öðru hvoru for- eldrinu. Litið er svo á að barn hafi fasta búsetu hjá því foreldri sem það á lög- heimili hjá og það foreldri á rétt á að fá meðlag með barninu frá hinu foreldrinu. Niðursetningar voru einstaklingar sem hreppsyfirvöld komu fyrir til dvalar einhvers staðar gegn greiðslu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=