Á ferð um samfélagið

70 Stórfjölskyldan Kjarnafjölskyldan er tiltölulega nýlegt fyrirbæri því fjölskyldur á Vesturlöndum hafa breyst mikið í aldanna rás. Mestalla mannkynssöguna hefur fólk búið í stærri fjölskyldum. Fyrir um 200 árum voru heimili á Íslandi mun fjölmennari en þau eru nú á dögum, fólk eignaðist fleiri börn og eins var algengt að vinnumenn og vinnukonur væru á heimilunum. Stórfjölskyldan var aldrei algengt fjölskylduform hér á landi, hana var helst að finna á stórum býlum á Suðurlandi og við Eyjafjörð en síður við sjávarsíðuna. Ef við skoðum heimilisfólkið frá bænum Saltvík á Kjalarnesi í manntalinu frá árinu 1816 kemur í ljós að þar bjuggu 12 manns eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Fjölskyldan samanstendur ekki af þremur kynslóðum og því flokkast hún ekki sem stórfjölskylda. Á okkar tímum er stórfjölskyldan enn algeng í mörgum samfélögum Asíu, Afríku og Suður- Ameríku. Manntalið segir okkur að Gísla Vilhjálmssyni hafi verið komið fyrir á bænum Saltvík þar sem hann hefur stöðuna niðursetningur. Gísli er skráður giftur en ekki er að sjá að kona hans búi með honum. Algengt var að stía í sundur hjónum sem ekki gátu séð fyrir sér. Aðrar forvitnilegar upplýsingar eru um Guðrúnu Pálsdóttur sem hefur átt þrjú börn í lausaleik og það eru einu upplýsingarnar sem við höfum um stöðu hennar. Í þá daga kölluðust óskilgetin börn lausaleiksbörn, því faðirinn og móðirin voru ekki gift. Börn Guðrúnar búa ekki hjá henni, líklegast voru þau komin í vinnumennsku eitthvert annað. Algengt var að börn yrðu að yfirgefa heimili sín og fara að vinna hjá öðrum við 10–12 ára aldurinn. Allt fram á Nafn Aldur Staða Þórður Jónsson 38 húsbóndi Margrét Jónsdóttir 25 hans kona Guðríður Þórðardóttir 5 þeirra barn Guðmundur Þórðarson 3 þeirra barn Guðrún Þórðardóttir 0 þeirra barn Jón Hólmfastsson 29 vinnumaður Kolbeinn Magnússon 21 vinnumaður Þorkell Gíslason 17 smaladrengur Gísli Vilhjálmsson 60 niðursetningur, giftur, blindur Guðrún Pálsdóttir 52 hefur átt 3 börn í lausaleik Sólveig Pétursdóttir 24 vinnukona Guðrún Jónsdóttir 19 vinnukona HUGTAK Stórfjölskyldan Stórfjölskyldan samanstendur af minnst þremur ættliðum sem búa undir sama þaki og hafa sameiginlegt heimilishald. Dæmi um stórfjölskyldu er þegar amma og afi, pabbi og mamma og börn búa saman. Hálfdan Helgason. Íslenski ættfræðivefurinn, bls. 626

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=