Á ferð um samfélagið

FJÖLSKYLDAN : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 69 foreldrar með börn, tveir pabbar eða tvær mömmur og börn. Fjölskyldan tekur á sig margar myndir. Vinir eða vinkonur sem búa saman um lengri eða skemmri tíma eru hins vegar yfir- leitt ekki flokkuð sem fjölskylda. Lífshlaup dæmigerðrar íslenskrar fjölskyldu er að ungt fólk flytur saman, eignast börn og giftir sig eða skráir í sambúð. Reyndar eru til margar útgáfur af hvernig fólk kýs að verja lífinu. Sumir kjósa að búa einir allt sitt líf en þá flokkast viðkomandi sem einstaklingur en ekki fjölskylda. Aðrir velja að búa í gagnkynhneigðu eða samkynhneigðu sambandi með eða án barna. Árið 1996 gengu í gildi lög sem leyfðu hommum og lesbíum að staðfesta samvist sína með lög- formlegum hætti og árið 2010 gengu svo í gildi ný hjúskaparlög . Með þeim var einstaklingum gefið frelsi til að giftast einstaklingi af sama kyni. Kjarnafjölskyldur Algengasta fjölskylduformið á Íslandi er kjarnafjölskyldan en hún inniheldur tvær kynslóðir, foreldra eða foreldri ásamt barni eða börnum. Kjarnafjölskyldur eru ekki bara algengasta fjölskylduformið hér á landi heldur líka á Vesturlöndum. Kjarnafjölskylda – algengasta fjölskyldu- gerðin á Íslandi nú á dögum samanstendur af tveimur foreldrum og börnum. Stórfjölskylda á Íslandi á 19. öld. Um miðja 19. öld eignaðist hver kona að meðaltali fimm börn. Einstaklingar Kjarnafjölskyldur eftir fjölskyldugerð 2015 Hjónaband án barna Hjónaband með börnum Óvígð sambúð án barna Óvígð sambúð með börnum Karl með börn Kona með börn FJÖLDI 100 þús. 75 þús. 50 þús. 25 þús. 0 þús. 103.013 30.712 22.191 3.610 10.213 11.417 Landshagir, 2014 1.137

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=