Á ferð um samfélagið

ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 67 Allir vita hvað fjölskylda er – en hvernig myndir þú skilgreina hugtakið? Inniheldur fjölskyldan bara pabba, mömmur og börn eða eru Emil frændi og Ísabella frænka líka hluti af fjölskyldunni? Í þessum kafla ætlum við að fjalla ummismunandi gerðir fjölskyldna eftir menningarheimum og skoða hvaða hlutverk hún hefur. Leikkonan Rosalind Russel heldur því fram að „allt of margt fólk leggi út á opið haf hjónabandsins áður en það hefur lært einföldustu sundtökin“. Í framhaldi af því munum við skoða af hverju um 40% allra hjónabanda hér á landi enda með skilnaði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=