Á ferð um samfélagið

MENNING OG SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 65 11. Hlutfallslega fleiri strákar en stelpur eru í starfsnámi. Hvernig má breyta náms- og starfsvali stelpna og stráka til þess að draga úr kynbundnu náms- og starfsvali? Hvaða ávinningur er af því fyrir samfélagið að þínu mati? 12. Heldur fleiri karlar eru á vinnumark- aði en konur – af hverju haldið þið að það sé? 13. Á 19. öld (fyrir 200 árum) var litið á börn sem smækkaða útgáfu af full- orðnum. Útskýrðu það nánar. 14. Ímyndaðu þér að þú færir sem skiptinemi til Yanómama fjölskyldu og að þín fjölskylda tæki við skipti- nema frá þeim. Hvernig yrði lífið næsta árið hjá ykkur skiptinemun- um? Viðfangsefni 15. Hvað eru til mörg orð á íslensku sem tákna annars vegar snjó og hins vegar sjó? Notaðu netið (snara.is) eða orðabækur og kann- aðumálið. Berðu síðan orðin saman við orðaforða annarra tungumála – t.d. ensku (eða annars tungumáls að eigin vali). Er mikill munur á fjölda orða? Af hverju heldur þú að það stafi? 16. Leitaðu upplýsinga um matar- sóun í heiminum (eða á Íslandi) og leiðir til úrbóta. 17 . Skoðaðu skiptingu heimilisstarfa á þínu heimili. Er þeim jafnt skipt milli heimilisfólks? Eru einhver störf sem þú telur að henti öðru kyni betur? Hvað finnst þér leiðin- legast að gera? En skemmtilegast? Hvers vegna? 18. Hvað mótar einna helst menningu samfélaga? 19. Við búum í neyslusamfélagi. Farðu lauslega í huganum yfir þá hluti sem þú átt. Hver eru verstu og hver bestu kaupin sem þú hefur gert – og af hverju?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=