Á ferð um samfélagið

MENNING OG SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 65 11. Hlutfallslega fleiri strákar en stelpur eru í starfsnámi. Hvernig má breyta náms- og starfsvali stelpna og stráka til þess að draga úr kynbundnu náms- og starfsvali? Hvaða ávinningur er af því fyrir samfélagið að þínu mati? 12. Heldur fleiri karlar eru á vinnumarkaði en konur – af hverju haldið þið að það sé? 13. Á 19. öld (fyrir 200 árum) var litið á börn sem smækkaða útgáfu af fullorðnum. Útskýrðu það nánar. 14. Ímyndaðu þér að þú færir sem skiptinemi til Yanómama fjölskyldu og að þín fjölskylda tæki við skiptinema frá þeim. Hvernig yrði lífið næsta árið hjá ykkur skiptinemunum? Viðfangsefni 15. Hvað eru til mörg orð á íslensku sem tákna annars vegar snjó og hins vegar sjó? Notaðu netið (snara.is) eða orðabækur og kannaðu málið. Berðu síðan orðin saman við orðaforða annarra tungumála – t.d. ensku (eða annars tungumáls að eigin vali). Er mikill munur á fjölda orða? Af hverju heldur þú að það stafi? 16. Leitaðu upplýsinga um matar- sóun í heiminum (eða á Íslandi) og leiðir til úrbóta. 17. Skoðaðu skiptingu heimilisstarfa á þínu heimili. Er þeim jafnt skipt milli heimilisfólks? Eru einhver störf sem þú telur að henti öðru kyni betur? Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? En skemmtilegast? Hvers vegna? 18. Hvað mótar einna helst menningu samfélaga? 19. Við búum í neyslusamfélagi. Farðu lauslega í huganum yfir þá hluti sem þú átt. Hver eru verstu og hver bestu kaupin sem þú hefur gert – og af hverju?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=