Á ferð um samfélagið

64 Finndu svar 2. Hvað er átt við með að menning og samfélag séu tvær hliðar á sama peningi? 3. Hvað er átt við með að heimsmynd fólks ráðist af því tungumáli sem það talar? 4. Hvað er átt við með að enn séu störf mjög kynbundin? Hvernig störf velja karlar helst og hvernig störf velja konur? 5. Hver eru helstu einkenni þróunar- landa? Umræðuefni 6. Finndu dæmi um menningu sem er mismunandi milli landa, lands- hluta, milli dreifbýlis og þéttbýlis, milli stétta og kynja? Lýstu þessum mun nánar. 7. Hvernig myndir þú lýsa íslenskri menningu? Reyndu að finna dæmi um einhver séríslensk atriði. Taktu viðtal við einstaklinga (eða leitaðu upplýsinga í bókum) sem hafa alist upp eða kynnst annarri menningu en þeirri íslensku og berðu hana saman við þá íslensku. 8. Talið er að Íslendingar hendi um þriðjungi af þeim mat sem þeir kaupa. Hverju er helst hent heima hjá þér? Ræðið um leiðir til vit- undarvakningar gegn matarsóun og hvaða máli slík vakning skiptir í tengslum við sjálfbærni. 9. Hvernig verður þjóðfélagið eftir 20 ár? Við getum bersýnilega ekki haldið áfram að eyða auðlindum eins og við hefðum 10 himinhnetti sem eru sambærilegir Jörðinni? En hvað þarf að breytast? Hvað ætlar þú að gera til að stuðla að sjálfbærri þróun jarðarinnar? 10. Hvað er að vera Íslendingur? Lýstu hinum dæmigerða Íslendingi – hvernig er hann (og hvernig er hann ekki)? Búið til lista og skrifið niður allt sem ykkur dettur í hug. samfélag náttúra menning sjálfsmynd kynhlutverk iðnvætt ríki óiðnvætt ríki neyslusamfélag sjálfbær þróun heimsmynd þjónustugreinar matarsóun Verkefni 1. Skilgreindu eftirfarandi orð og hugtök:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=