Á ferð um samfélagið

62 Um 1950 voru kynhlutverk á Íslandi hefðbundin og nokkuð skýr. Karlinn vann utan heimilis og framfleytti fjöl- skyldunni en konan var heimavinn- andi og sá um heimilið og uppeldi barnanna. Í jafnréttislögum er kveðið á um að kynin eigi að hafa jöfn rétt- indi og skyldur og jafna möguleika í íslensku samfélagi. En hvað segir tölfræðin okkur, er enginn munur lengur á vali kynja til dæmis á skóla eða vinnu? Tölfræðin sýnir að heldur fleiri stelpur (54%) en strákar (46%) eru í framhaldsskólum landsins. Fleiri strákar (56%) en stelpur (44%) eru í starfsnámi. Heimilisstörf . Þrátt fyrir átak í jafnréttis- málum velja nemendur enn þá störf sem eru hefðbundin út frá kyni. Og þótt karlar taki aukinn þátt í heimilisstörfum lenda þau frekar á konum en körlum. Kannanir sýna að við stefnum í rétta átt til jafnréttis kynja. Jafnframt kemur fram að verkskipt- ing kynja er jafnari eftir bankahrunið árið 2008 en hún var fyrir það. Árið 2010 vörðu karlar meiri tíma í heimilisstörf en þeir gerðu árið 2005, svo bilið á milli kynjanna í því tilliti hefur minnkað. Hlutur karla í heimilisstörfum hefur aukist aðeins en hlutur kvenna minnkað. Þrátt fyrir það er skipting heimilisstarfa enn ójöfn. Kynhlutverk og jafnrétti Kynntu þér lög um fæðingarorlof.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=