Á ferð um samfélagið
MENNING OG SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 61 Á heildina litið eykst kosningaþátttaka með aldri. Um 45% einstaklinga á aldrinum 20–24 ára greiddu atkvæði í sveitarstjórnarkosning- unum árið 2014 en hæst var hlutfallið á aldurs- bilinu 65–69 ára, eða 83%. Þó var kosninga- þátttaka meiri á meðal yngsta aldurshópsins en næstu aldurshópa fyrir ofan, en 52% 18–19 ára einstaklinga mættu á kjörstað. Eitt sem vekur athygli er að karlar hafa alltaf verið fleiri en konur á Alþingi Íslendinga. Engin breyting varð á því eftir Alþingiskosningar árið 2013 en þá voru 38 karlar kosnir á þing og 25 konur. Við skoðun á hlutfalli kvenþingmanna á þjóðþingum í nokkrum ríkjum árið 2013 kom eftirfarandi í ljós: Ríki Hlutfall kvenna af þingmönnum Jemen 0.7% Íran 3% Kúvæt 6% Ungverjaland 9% Úkraína 9% Japan 11% Bandaríkin 18% Sádi-Arabía 20% Pólland 22% Bretland 23% Litháen 24% Mexíkó 36% Danmörk 39% Noregur 40% Ísland 40% Níkaragva 40% Finnland 43% Senegal 43% Svíþjóð 45% Andorra 50% Rwanda 51.9% Human Development skýrsla 2014, tafla 4 Út frá ofangreindu getum við sagt að það sem einkenni Ísland sé meðal annars það að hér ríki almenn velmegun, menntunarstig þjóðarinnar er tiltölulega hátt, stjórnmálaþátttaka almenn og jafnrétti kynjanna meira en víða annars staðar. En það á reyndar einnig við um margar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við. % 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Kosningaþátttaka eftir aldri 2014 18–19 20–24 25–29 30–34 35–39 40–44 45–49 50–54 55–59 60–64 65–69 70–74 75–79 80ára Kjörsókn Meðal kjörsókn Hagstofa Íslands, 2014
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=