Á ferð um samfélagið

60 Að skilgreina það íslenska Eins og áður hefur komið fram er menning leiðarvísir fyrir fólk og segir til um hvernig lífið í samfélaginu er. Þó að menningin sé sameiginleg íbúum samfélagsins eru til ótal blæbrigði henn- ar. Enn stendur ósvarað hvað íslensk menning sé. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug? Ef til vill hugsar þú fyrst um íslenska fánann, þjóðsönginn eða Íslendingasögurnar? Eða hugsar þú um þorramat, kæsta skötu eða hákarl? Er það hangikjötið, að trúa á sjálfan sig og viljann til að bjarga sér? Eða að við erum meðal ríkustu og tæknivæddustu þjóða jarðar? Eru það þessi atriði sem einkenna Íslendinga nú á dögum? Margir eru þeirrar skoðunar að það sé nánast útilokað að skilgreina hvað sé dæmigerð íslensk menning. Hún sé síbreytileg og skipti þar af leiðandi ekki öllu máli. Öðrum finnst þó mikil- vægt að geta kallað sig Íslending, því það að vera Íslendingur getur verið stór hluti af sjálfsmynd fólks. Íslensk menning verður líka stöðugt fyrir sterkum áhrifum frá öðrum menningarheimum. Er eitthvað sem einkennir Íslendinga umfram aðra? Við getum velt fyrir okkur hvort hægt sé að finna einhverja þætti sem einkenna íslenskt samfélag umfram önnur samfélög. Flestir Íslendingar telja sig þekkja samfélagið sitt nokkuð vel því hér hafa þeir hugsanlega fæðst eða búið lengi. En hvað gerist ef þú spyrð Íslendinga um helstu einkenni lands og þjóðar? Er hægt að segja eitt- hvað á hlutlausan og vísindalegan hátt um hvað einkennir íslenska menningu? Ef við ætlum að reyna að svara spurningunni verðum við að leita eftir vísbendingum um hvort það sé eitthvað í fari og hugsun fólks sem kemur oftar fyrir hér en í öðrum löndum. Við skulum velja nokkur atriði og skoða þau nánar: Velmegun er meiri á Íslandi en víðast annars staðar og meðalaldur hér er með því hæsta sem þekkist á jörðinni. Menntunarstig hér er nokkuð hátt í samanburði við aðra. Þrátt fyrir að hér sem annars staðar sé bil milli ríkra og fátækra er bilið minna en í flestum öðrum löndum heims. Stjórnmál. Íslendingar virðast hafa almennt meiri áhuga á stjórnmálum og lýðræði en víðast hvar annars staðar en það sést meðal annars á kostningaþátttöku hér. Þó veldur dræm þátttaka ungs fólks áhyggjum hvert sinn sem kosið er. Alþingi Íslendinga er með elstu starfandi þingum heims en það var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þó að kosningaþátttaka hafi minnkað síðustu árin hér á landi, er hún enn ein sú mesta í Evr- ópu. Íslenski hesturinn kemur upphaflega frá Mongólíu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=