Á ferð um samfélagið

MENNING OG SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 59 Matarsóun tengist hugtakinu sjálfbær þróun. Auðlindir jarðar og hráefni eru ekki óþrjótandi og því mikilvægt að nýta þær skynsamlega og fara vel með þær. Hugtakið sjálfbærni eða sjálfbær þróun þýðir að þörfum samtímans er mætt án þess að dregið sé úr mögu- leikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Áherslan er á að sjónarmið samfélags og náttúru standi jafnfætis þeim efnahagslegu. Áður en sjálfbærnihugtakið kom til sögunnar í lok síðustu aldar var gjarnan litið svo á að efnahagsleg þróun væri það sem mestu máli skipti. Rækjust hagsmunir samfélags og náttúru á við hagræn sjónarmið yrðu þeir að víkja. Umgengni mannsins á jörðinni sýnir svo ekki verður um villst skýr merki um ósjálfbærni. Hugmyndir fólks í ríkari hlutum heimsins um „hið góða líf“ hafa leitt til neyslu sem er langt umfram það sem jörðin getur staðið undir. Þótt hluti mannkyns noti auðlindir og umhverfi jarðar í óhófi bera aðrir skarðan hlut frá borði. Við eigum bara eina jörð og því er eitt mikilvægasta verkefni jarðarbúa nú að breyta hugsun sinni og athöfnum þannig að takmörk náttúrunnar séu virt. En hvað getur þú gert? Ef þú vilt stuðla að sjálfbærni er fyrsta og eitt áhrifaríkasta skrefið að huga að neysl- unni. Það gerum við helst með því að skoða hvað við kaupum, hvernig við nýtum það sem við kaupum og hvort við flokkum og end- urvinnum þann úrgang sem myndast. Efna- hagur, samfélag og náttúra tengist sterkum böndum og ef breytingar verða á einum þætti þá hafa þær breytingar áhrif á hina þættina. Matarsóun er stórt vanda- mál jafnt á Íslandi sem og á Vesturlöndum. Hvað getur þú gert til að breyta því? Kynntu þér málið. Hugtakið sjálfbærni snertir ekki bara umhverfismál heldur einnig félagslegt réttlæti, heilsu og velferð, menningarmál og efnahag. Svo eitthvað sé nefnt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=