Á ferð um samfélagið

58 mestallt af því sem hún þarfnast. Eitt af stóru vandamálum neyslusamfélags- ins er sóun matvæla. Talið er að um þriðjungi matvæla sem framleidd eru í heiminum nú sé hent. Þetta er álíka mikill matur og framleiddur er árlega í Afríku sunnan Sahara eyðimerkur- innar.  Á sama tíma fer ein af hverjum sjö manneskjum í heiminum svöng að sofa og yfir 20 þúsund börn deyja daglega úr næringarskorti. Samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna er hægt að metta alla vannærða jarðarbúa með mat sem auðugri þjóðir heims kasta á haugana. Þessar staðreyndir endurspegla verulegt ójafnvægi þegar kemur að lífsstíl fólks sem aftur hefur stórfelld áhrif á umhverfið, m.a. vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, land- og vatnsnotkunar og ýmissar meng- unar sem hlýst af matarframleiðslu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Neyslusamfélag Við búum í neyslusamfélagi en það þýðir að við kaupum flestallt af því sem við þörfnumst. Andstæða neyslu- samfélagsins er sjálfsþurftarbúskapur, þar sem hver eining framleiðir sjálf Íslenskar kannanir benda til þess að landsmenn hendi um 30% þess matar sem þeir taka með sér inn á heimilið. Algengasta skýringin sem fólk gaf á því að henda mat var afgangur á diski eftir máltíð. Það segir okkur að fólk fær sér of mikið á diskinn. Ef fólk fengi sér ekki þetta umframmagn á diskinn væri hægt að nýta þessa afganga. Næst algengasta skýring fólks á því að henda mat var útrunninn vara. Þar á eftir kom skýringin að matvaran leit ekki nógu vel út, t.d. slappt græn- meti. Í fjórða sæti var að matur var myglaður og í því fimmta að eldað var of mikið. Kostnaður við þessa sóun er gríðarlegur. Til mikils er að vinna ef fólk tileinkar sér meiri hagkvæmni í nýtingu mat- væla. Mörgum finnst nóg um þann kostnað sem fer í matarinnkaup. VAKANDI eru dæmi um samtök sem vilja auka vitundarvakningu um sóun matvæla. Heilsubankinn Matarsóun á Íslandi Ísland er neyslusamfélag. Hvað áttu margar flíkur í skápnum þínum sem þú notar aldrei?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=