Á ferð um samfélagið

4 1. Hvað er samfélag? Samfélagið er eins og skip þar sem allir um borð hjálpast að við að stýra. Nú á dögum skiptist mannkynið upp í ótal mörg samfélög og mörg þúsund ólíka menningarheima. En hvað er samfélag? Í þessum kafla munt þú kynnast muninum á samfélagi og þjóðfélagi. Við veltum fyrir okkur sjálfsmyndinni og hvernig þú hefur áhrif á samfélagið og það á þig. Í kaflanum er einnig fjallað um helstu hlutverk sem samfélög þurfa að uppfylla til að geta lifað af. Við munum skoða hvernig lífið var annars vegar hér á landi á 19. öld og hins vegar meðal Yanómama-fólksins í regn- skógum Suður- Ameríku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=