Á ferð um samfélagið

MENNING OG SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 57 HUGTAK Hvað er þróunarland? Um það bil 3/4 hlutar íbúa jarðar búa í ríkjum sem nefnd eru þróunarlönd. Þessi ríki eru afar ólík innbyrðis. Einfaldast er að segja að þróunarland sé land þar sem mikil fátækt ríkir og að það sé enn að tæknivæðast. Þar eru lífskjör flestra verri en í okkar heimshluta. Í mörgum þessara landa er matvælaframleiðslan ónóg og skortur er á hreinu drykkjarvatni. Margir íbúar þróunarlanda eru ólæsir og óskrifandi og algengt er að börn hafi ekki tækifæri á að ganga í skóla. Fátækustu lönd heims eru í Afríku og Asíu. Þróunarlönd Íbúar í þróunarlöndum (fátæk óiðn- vædd samfélög) lifa töluvert öðruvísi lífi en þeir sem búa í ríkum, tækni- væddum löndum. Hvort sem fólk býr við fátækt eða ríkidæmi þá hefur það áhrif á þróun og mótun menningar. Víða í óiðnvæddum samfélögum neyðist fólk til að nota megnið af deg- inum til að afla og undirbúa fæðuna eins og til dæmis í sveitum Indlands. Matseldin getur tekið margar klukku- stundir þar sem hvorki er rafmagn né rennandi vatn. Því þarf oftar en ekki að sækja eldivið og vatn um langan veg áður en hægt er að byrja að elda. Á Vesturlöndum er hins vegar frekar lögð áhersla á að geta undirbúið og eldað mat á sem skemmstum tíma. Oft líða ekki nema örfáar mínútur frá því að maturinn er tekinn úr kæliskáp og þar til hann er tilbúinn á borðið. Væri þetta leyfilegt á Íslandi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=