Á ferð um samfélagið

56 Trúarbrögð Skírn og ferming eru dæmi um hefðir og siði sem standa sterkt í íslenskri menningu. Og í tungumálinu er fjöld- inn allur af orðatiltækjum sem tengjast trú . Guð minn góður, guð hjálpi þér eða fjandinn hirði þig eru dæmi sem tengjast kristni. Og þjóðsöngur Ís- lendinga er Lofsöngur (sálmur) sem hefst á orðunum: „Ó, guð vors lands“. Þú þarft alls ekki að vera trúaður eða trúuð til að nota slík orðatiltæki eða að syngja þjóðsönginn. Íslensk menn- ing og kristin trú hafa haldist í hendur í yfir 1000 ár og haft áhrif hvor á aðra. Kristin trú er vernduð af stjórnar- skránni. Í stjórnarskrá Íslands er að finna grundvallarreglur um stjórn- skipun ríkisins og er hún æðri öllum öðrum lögum í landinu. Tækni og efnahagur Venjulega eru samfélög flokkuð eftir framleiðsluaðferðum, en með því er átt við þær aðferðir og tækni sem notuð er til að afla fæðu. Samfélögin eru flokkuð í óiðnvædd eða iðnvædd samfélög, allt eftir því á hvaða tæknistigi þau eru. Óiðnvætt samfélag Iðnvætt samfélag Samfélagsgerðin Fremur einföld. Fólk hefur fáar stöður og fá hlutverk í samanburði við iðn- vædd samfélög. Fjölskyldan er einna mikilvægust. Margbrotin. Margar stöður og hlutverk. Stærð samfélaga Yfirleitt lítil og fámenn. Yfirleitt stór og fjölmenn. Verkaskipting Fremur lítil, nema sú sem tengist aldri og kyni. Mikil verkaskipting og störf eru sérhæfð. Félagslegt taumhald Að mestu óformlegt. Hópurinn eða samfélagið veita aðhaldið. Oft formlegt. Löggjöfin, lögreglan og dómskerfið veita aðhaldið. Menning Samstæð. Flestir hafa svipuð viðmið og gildi. Ósamstæð. Fjöldi ólíkra menningarhópa og í þeim eru ólík viðmið og gildi. Tækni Einföld. Framleiðslan að mestu unnin með handafli eða með aðstoð dýra. Flókin. Nýir orkugjafar. Framleiðslan að mestu unnin með vélum. Félagslegar breytingar Hægar. Hraðar. Garðar Gíslason 2008, bls.121

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=