Á ferð um samfélagið
MENNING OG SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 55 á spil og hittir vini og kunningja. Hér á landi er slíkur lífsstíll ómögulegur stóran hluta ársins, líf okkar fer meira fram innandyra. Veðráttan og landslagið geta ekki ein og sér skapað íslenska menningu. Í Afganistan eru líka fjöll og dalir. Þrátt fyrir það er íslensk menning miklu lík- ari danskri menningu en afganskri og þó er Danmörk flatt land. Við þurfum því að bæta við fleiri atriðum í tilraun okkar við að skilja íslenska menningu. Hefðir og siðir Hefðir og siðir berast á milli kynslóða án þess að við hugsum sérstaklega um það. Hversu mikilvægt er það til dæmis að borða sama matinn um hver jól? Hefðir hafa mikil áhrif á allt líf okkar og stuðla að því að viðhalda menn- ingunni. Tungumál Að minnsta kosti 6000 tungumál eru töluð á jörðinni. Fólk miðlar hugsun- um, tilfinningum og þekkingu til ann- arra með tungumálinu. Tungumálið er notað til að lýsa veruleikanum og öll hugsun nema sú einfaldasta væri ekki möguleg án tungumáls. Heimsmynd þín og annarra ræðst af tungumálinu sem er notað. Þess vegna er það svo mikilvægur hluti af menningu hverrar þjóðar. Um 40% jarðarbúa tala átta stærstu tungumálin sem eru kínverska, enska, spænska, hindí, arabíska, rúss- neska, bengalska og portúgalska. Um 96 prósent jarðarbúa tala einungis 300 tungumál sem eru í notkun Í sumum tungumálum eru til mörg orð og hugtök sem ekki eru til í öðrum tungumálum. Í ensku eru til dæmis bara örfá orð sem tákna snjó, Inúítar á Græn- landi eiga ekkert eitt orð yfir snjó en í tungumáli þeirra eru til rúmlega tuttugu orð sem tákna snjó í mismunandi mynd. Heimsmynd fólks mótast af því tungumáli sem það talar. Hvað heldur þú að Yanómama-frumbyggjarnir eigi mörg orð yfir snjó? En Íslendingar? Veðráttan skiptir miklu máli varðandi útivist.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=