Á ferð um samfélagið

54 Við mótun á samfélagi og menningu koma margir þættir við sögu en þeir virka þó ekki nema í samspili hverjir með öðrum. Sumir þættir virðast mikilvægari en aðrir en það getur líka verið breytilegt. Nánast útilokað er að gefa ákveðið svar um hvernig íslensk menning og samfélag urðu nákvæm- lega til. Þó er hægt að benda á nokkur atriði sem hafa áhrif á mótun menn- ingar og samfélags og þessi atriði eru þau sömu hvar sem við kunnum að búa á jörðinni. Veðrátta og landslag Veðrátta og landslag hafa áhrif á mótun samfélags og menningar. Ísland er eyja og hér eru fjöll, dalir, hraun, jöklar og ár. Aðeins lítill hluti lands- ins er í byggð. Landfræðileg skilyrði urðu til þess að fólk settist að meðfram ströndinni. Landið er í braut lægða á mörkum vestanvindabeltis og kaldara lofts frá heimskautaslóðum, oft frá Norður-Íshafi. Loftslag hér er því afar breytilegt og hefur áhrif á allt líf fólks. Veðráttan og náttúruöflin gera ákveðn- ar kröfur til húsa og upphitunar þeirra. Auk þess þarf fólk skjólgóðan fatnað. Þessar ytri aðstæður leiða til þess að mun dýrara er að búa hér en til dæmis í regnskógum Suður-Ameríku. Á suðrænum slóðum eru veturnir oft hlýrri en sumrin á Íslandi og þar eyðir fólk frítíma sínum mestmegnis utandyra. Þú hefur eflaust séð myndir frá suðrænum löndum þar sem fólk situr úti á torgum og strætum, spilar Hvað mótar samfélag og menningu? Sumir telja að björgunarsveitir mannaðar af sjálfboðaliðum séu séríslenskt fyrirbæri. Kynntu þér starfsemi björgunarsveitarinnar í þínu sveitarfélagi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=