Á ferð um samfélagið

MENNING OG SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 53 enginn annar hættir sér. Fjöldi hjálpar- stofnana aðstoðar fátækustu svæðin á sviði tækni og landbúnaðar. Sumar hjálparstofnanir styðja svonefnd „fair trade“ viðskipti sem þýðir s anngjörn viðskipti. Hugmyndafræðin á bak við sanngjörn viðskipti er að bændur og aðrir framleiðendur í þriðja heiminum fái sanngjarnt verð fyrir þær vörur sem seldar eru í búðunum á Vesturlöndum. Eins og staðan er í heiminum nú fá fæstir bændur í þriðja heiminum nóg borgað fyrir þá vinnu sem þeir leggja í framleiðslu vöru sinnar en stærsti hluti söluvirðisins fer til ótal milliliða. Algengt er að þjóðfélög verði fyrir áhrifum af annarri menningu. Stundum eru þetta ómeðvituð áhrif en stundum hafa þjóðir líka reynt að þröngva lífsháttum sínum og menn- ingu upp á aðra. Spánverjar þurrkuðu til dæmis Inkaveldið út þegar þeir lögðu stóran hluta Suður-Ameríku undir sig á 15. til 17. öld. Með auknum ferðalögum fólks og vegna áhrifa frá fjölmiðlum og netinu er nánast ekkert þjóðfélag ósnert fyrir menningu annarra nú á dögum. Ein áhrifamesta menningin nú á dögum er sú bandaríska, því vörur, tækni og afþreying frá Bandaríkjunum hafa breiðst út til afskekktustu svæða heims. Til dæmis hafa flestir jarðar- búar aðgang að bandarískum kvik- myndum. Fjöldaflutningur vinnuafls milli landa, um lengri eða skemmri tíma getur líka haft mikil menningar- leg áhrif. Erlent vinnuafl flytur með sér siði og kunnáttu inn í heima- menninguna. Frekari áhrif koma frá mannúðarstarfi víða um lönd. Rauði krossinn og Læknar án landa- mæra vinna til að mynda á fátækum, stríðshrjáðum svæðum þangað sem Þegar ólíkir menningarheimar mætast

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=