Á ferð um samfélagið

52 Menning og samfélag eru sem tvær hliðar á sama peningi – það er ekki hægt að fjalla um aðra hliðina án þess að hin sé líka til umfjöllunar. Áður hefur komið fram að samfélag er stór eða smár hópur fólks sem býr (lifir) saman samtímis, á sama stað og stundum í sama ríki. Sem dæmi um samfélag má nefna fjölskylduna, bekkinn þinn, skólann, sveitarfélagið, allir Íslendingar eða allt mannkynið. En hvað er menning ? Við getum sagt að menning séu allar hugmyndir, viðmið, tákn, gildi og færni sem fólk hefur fengið frá eldri kynslóðum og sem það síðan reynir að koma áfram til skila, oft í nokkuð breyttri mynd, til komandi kynslóða. Þú sérð hvað þessi tvö hugtök eru nátengd. Menningin mótar okkur og hún segir okkur hvað sé mikilvægt. Menning er ekki bara mismunandi eftir tímabilum eða samfélögum. Hún getur líka verið breytileg milli ólíkra hópa innan sama samfélags. Það getur verið menningar- legur munur á milli bænda og leikara, á milli bankastarfsmanna og sjómanna og á milli kennara og nemenda svo dæmi séu tekin. Eins er hægt að finna menn- ingalegan mun á milli landshluta bæði hér á landi sem og annars staðar. Það er líka hægt að finna menningarlegan mun milli þéttbýlis og dreifbýlis. Norðlend- ingar og Sunnlendingar tala til dæmis ekki alveg eins, þar kemur fram munur á framburði. Eins getur verið menningar- legur munur milli kynja og aldurshópa sem annars búa við tiltölulega lík skilyrði. Menning og samfélag Verkið Auðhumla eftir Gunnellu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=