Á ferð um samfélagið
FÉLAGSMÓTUN : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 49 Finndu svar 2. Án félagsmótunar væri ekkert samfélag til og án samfélags væri engin félagsmótun. Hvað er átt við með því? 3. Hverjir eru mikilvægustu félagsmótunaraðil- arnir í okkar samfélagi? 4. Því er haldið fram að félagsmótun hefjist við fæðingu og að henni ljúki aldrei. Hvernig er hægt að útskýra það? 5. Útskýrðu muninn á formlegri og óformlegri menntun. 6. Hvers vegna eru fjölmiðlar kallaðir fjórða valdið? Hverjar eru hinar þrjár valdagerðirnar? 7. Lýstu því hvað átt er við með að orð geti verið gildishlaðin? Umræðuefni 8. Hver er munurinn á samfélagsmiðlum og öðrum fjölmiðlum? Hverja telur þú helstu kosti og galla við samfélagsmiðlana? 9. Er nauðsynlegt að vera í skóla? Ef þú værir menntamálaráðherra í einn dag, hverju myndir þú vilja breyta við þinn skóla og hverju myndir þú ekki vilja breyta? Rökstyddu svarið. 10. Hvað er aðalnámskrá? Skoðaðu skólanám- skrána í þínum skóla. Myndir þú vilja breyta henni og þá hvernig? Rökstyddu svarið. 11. Finnst þér ástæða til að hafa sérstök lög um barna- og unglingavinnu hér á landi? Rök- styddu svarið. 12. Nefndu dæmi um dulda markaðssetningu sem beint er að börnum og unglingum í fjöl- miðlum? 13. Ertu sammála eða ósammála því að fjölmiðlar hafi áhrif á val stráka og stelpna á fatnaði? Rökstyddu svarið. Hversu mikill munur er á fatnaði kynjanna? Viðfangsefni 14 . Veldu einn af helstu félagsmótunaraðilunum og lýstu hvernig áhrif hann hefur haft á þig og þitt líf. 15 . Kynntu þér sögu skólans sem þú ert í. Hvenær var hann stofnaður? Hvað starfa margir kenn- arar við skólann? Hversu margir aðrir starfs- menn eru við skólann og við hvað starfa þeir? Hvernig er kynjaskipting kennara annars vegar og nemenda hins vegar? Hverjir eru helstu styrkleikar/veikleikar skólans að þínu mati? Hvað leggur hann mesta áherslu á? 16 . Leitaðu upplýsinga um hvernig barna- og unglingavinnu var háttað hér á landi á tímum foreldra þinna eða annarra sem komnir eru yfir miðjan aldur. Taktu viðtal við fólk á mis- munandi aldri um þeirra skoðun á barna- og unglingavinnu. 17. a) Hvaða félagsmótunaraðilar hafa mest áhrif á okkur í eftirfarandi dæmum? Skrifaðu dæmin í vinnubók og tilgreindu hvaða félagsmótunar- aðili eða aðilar þú telur að hafi mest áhrif. Eru einhver fleiri dæmi sem þú myndir vilja bæta við þessa upptalningu? b) Hvernig reyna ofangreindir félagsmótunarað- ilar að hafa áhrif á viðhorf þitt til áfengis- eða fíkniefnaneyslu? Skrifaðu svarið einsog blaða- grein í skólablaðinu. Félagsmótunaraðili Dæmi fjölmiðlar skoðanir á námi/starfsvali fjölskyldan líkamsgötun (piercing) skólinn stjórnmálaskoðanir vinir/félagar framhjáhald íþróttafélög samkynhneigð trúarhópar/kirkjan nekt kirkjubrúðkaup notkun áfengis og fíkniefna tómstundir götuofbeldi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=