Á ferð um samfélagið

48 Áhrif fjölmiðla á börn Á vefsvæði Umboðsmanns barna er fjallað um fjölmiðla og börn. Þar stendur meðal annars: „Áhrif fjölmiðla á börn og unglinga eru mikil þar sem fjölmiðlar geta haft sterk áhrif á mótun gildismats og hegðunar. Í gegnum fjölmiðla fá börn aðgang að fróð- leik og skemmtun en einnig að ýmsu efni sem þau hafa ekki alltaf þroska til að með- taka. Ofbeldi, kynferðismál, einhliða myndir af kynþáttum og kynjum, misnotkun á áfengi og eiturlyfjum eru algeng umfjöll- unarefni í fjölmiðlum. Áhrifagjarnt ungt fólk getur dregið þær ályktanir að það sem það sér í sjónvarpinu sé dæmigert og viðunandi og jafnvel ákjósanlegt. Af því leiðir að fjöl- miðlar geta hvatt til hegðunar og viðhorfa sem geta verið óæskileg og neikvæð. Ung börn eiga mun erfiðar en fullorðnir með að meðtaka hið hraða upplýsingaflæði sjón- varpsins og hafa ýmsir fagmenn mælt gegn Verkefni 1 . Skilgreindu eftirfarandi orð og hugtök: félagsmótun frummótun síðmótun heimsmynd staða hlutverk Umboðsmaður barna fjölmiðlar formleg menntun óformleg menntun sjálfræðisaldur óbein auglýsing sjónvarpsáhorfi barna yngri en þriggja ára. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að tengsl séu milli sjónvarpsáhorfs barna og námsgetu þeirra, líkamsástands og ofbeldishegðunar.“ Og það sama á að sjálfsögðu einnig við um efni sem börn og unglingar sjá á netinu. Markaðssetning sem beint er að börnum og unglingum hefur stóraukist á síðustu árum. Stöðugt er verið að leita nýrra leiða til að vekja athygli unga fólksins. Óbeinar auglýsingar og dulbúin markaðssetnin g eru nú daglegt brauð í fjölmiðlum. Dæmi um dulbúna markaðssetningu getur verið fjöl- miðlafólk sem drekkur ákveðna tegund af drykkjum, notar ákveðna tegund af símum eða tölvum og klæðist ákveðnum merkjum. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er fjallað um rétt barna til uppbyggjandi upp- lýsinga en einnig um rétt þeirra til verndar gegn skaðlegu efni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=