Á ferð um samfélagið
FÉLAGSMÓTUN : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 47 spilavíti kerlingabækur graðhestatónlist glymskratti afþreyingarmynd ónytjungur tímaþjófur landeyða örvhentur sorprit meyjarhland fáviti Algjörlega geðveikt Af einhverjum ástæðum notum við orð sem tengjast geðsjúkdómum til að lýsa aðstæðum eða hlutum sem okkur þykja stórkostlegir. Tónleikar geta til að mynda verið geðveikir , veður getur verið brjálað , föt geta verið geggjuð , matur sturlaður og sjónvarpsþættir klikkaðir . Ekki finnst öllum þetta sérlega smekklegt orðfæri en það er mjög algengt. Þetta virðist þó einskorðast við geðsjúkdóma, því við segjum ekki að lag sé bakveikt , kvikmynd kvefuð eða að málverk sé alveg tognað . Ekki ennþá að minnsta kosti. Orðbragð, bls. 55. Veröldin er full af gildishlöðnum orðum. Taktu vel eftir orðanotkun næst þegar þú skoðar efni fjölmiðla, hvort sem um er að ræða fréttir, forsíðu dagblaðs, auglýsingar eða aðrar upplýsingar. Þær eru ekki alltaf jafn hlutlausar og virðist við fyrstu sýn. Gildishlaðin orð Sum orð eru hlaðin fordómum og þau eru notuð til þess að gera lítið úr því sem þau tákna. Orð eins og glymskratti (plötuspilari) og spilavíti eru svo gildishlaðin að ekki þarf að efast um afstöðu þess sem bjó þau til. Glymskratti er sjálfvirkur hljómplötuspilari tengdur við sjálfsala.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=