Á ferð um samfélagið

46 Fjórða valdið Hlutverk fjölmiðla er að upplýsa al- menning um það sem er að gerast og veita löggjafarvaldinu (Alþingi), fram- kvæmdarvaldinu (stjórnvöldum) og dómsvaldinu aðhald. Stór hluti þeirrar þekkingar sem við höfum um veröld- ina er fenginn úr fjölmiðlum. Þeir stýra því hvað almenningur fær að vita og hverju er sleppt að fjalla um. Ef fjölmiðlar velja að fjalla ekki um til- tekinn atburð þá eru minni líkur á að fólk viti af honum. Það sem fjölmiðlar fjalla um verður hins vegar almenn- ingseign – allir frétta af atburðinum. Fjölmiðlar ákveða bæði hvað við fáum að vita og hvernig við fáum að vita það. Þetta gefur fjölmiðlum mikil völd enda eru þeir stundum kallaðir fjórða valdið í samfélaginu. Hættulegir bókstafir – orð eru líka vald Orð eru til alls fyrst. Þú hefur örugg- lega upplifað að sum orð geta sært illa en önnur geta skapað gleðitilfinningu. Sumum orðum er „pakkað inn“ en með því er átt við að þau eru ekki sögð umbúðalaust heldur talað í kring um það sem er að gerast. Það er ýmis- legt gefið í skyn án þess að afhjúpa of mikið. Þú gætir til dæmis heyrt athuga- semdina; þarftu ekki að fara að fjárfesta í nýjum fötum, af vinum þínum sem finnst hugsanlega að þú klæðir þig hallærislega. Orð geta líka verið hörð og nakin, þau segja þá sann- leikann umbúðarlaust. Stundum líta orð sakleysislega út en á bak við þau getur legið önnur og mun skarpari merking. Fjölmiðlar eru oft kallaðir fjórða valdið. Af hverju heldurðu að það sé? Og hverjar eru hinar þrjár valdagerðirnar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=