Á ferð um samfélagið

FÉLAGSMÓTUN : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 45 hverjir eiga fátt sameiginlegt. Facebook, Twitter, Snapchat, Instagram og WordPress eru dæmi um vefi sem kallast samfélagsmiðlar, þó þeir séu töluvert ólíkir bæði hvað varðar útlit og virkni. Útvarp og sjónvarp eru hins vegar ekki flokkuð sem samfélagsmiðlar því að þessar tegundir fjölmiðla stuðla ekki beint að auknum félagslegum tengslum milli notenda. Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar? Starf fréttamanns felst aðallega í að skrifa fréttir og greinar en hann verður líka að „selja“ efnið sem hann framleiðir. Þess vegna eru fyrirsagnir stundum hafðar með áberandi og grípandi letri eða skilaboðum því þeim er ætlað að fanga athygli okkar, hvort sem um er að ræða dagblað, tímarit, sjónvarpsstöð eða netmiðil. Og fjölmiðlaheimurinn er harður. Reglubundnar kannanir mæla áhorf, hlustun eða lestur fjölmiðilsins. Ef fjölmiðlafólk nær ekki að fanga athygli almennings þá hætta fyrirtæki að kaupa auglýsingapláss á miðlunum. Og það getur þýtt lélegri dagskrá eða dauða fjölmiðilsins. Tjáningarfrelsi fjölmiðla er tak- markað, þeir geta ekki birt hvað sem er. Oft er ágreiningur um hvar mörkin liggja á milli þess sem má birta og þess sem ekki má birta. Á fjölmiðill til dæmis að birta efni sem er fullt af hatri, klámi eða kynþáttafordómum? Á að leyfa mynd- birtingar af fólki í sakamálum áður en búið er að dæma í málinu? Hvað ef við- komandi reyndist svo saklaus? Má skrifa tóma þvælu um frægt fólk bara vegna þess að þannig efni „selur“ fjölmiðilinn? Meðal almennings er orðrómur fljótur að breytast í „sannleika“. Hvernig fyndist þér ef allir gætu lesið um að amma þín og afi væru að skilja eða þá að bestu vinir þínir hefðu sést hegða sér mjög ósæmi- lega á almannafæri? Upplýsingar úr fjölmiðlum gefa ekki endilega bestu eða réttustu myndina af því sem gerðist síðasta sólarhringinn. Fjöldinn allur af fjölmiðlafólki er búinn að fara höndum um efnið, endurskrifa það og skera niður. Tjáningarfrelsi fjölmiðla er takmarkað, þeir geta ekki birt hvað sem er. Hvað finnst þér um það?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=