Á ferð um samfélagið
44 Fjölmiðlar Fjölmiðlar eru einn af helstu félags- mótunaraðilunum, þeir hafa áhrif á okkur. Daglega veita fjölmiðlar okkur gríðarlega miklar upplýsingar. Þú hefur eflaust heyrt eða sannreynt hversu auð- velt það er að afla sér þekkingar um allt milli himins og jarðar gegnum fjöl- og netmiðla. Það má hins vegar alveg setja spurningarmerki um hversu auð- velt það er að nálgast þær upplýsingar sem okkur vanhagar um. Hvaða upp- lýsingar fáum við eiginlega úr þessum miðlum? Margir telja að upplýsinga- magnið sé orðið það yfirþyrmandi að fólk sé hætt að taka eftir því sérstaklega sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Þeir sem vinna við fjölmiðla, það er fréttamenn og ritstjórar velja og ákveða hvaða efni við sjáum og heyrum. Rit- stjórarnir eru oft kallaðir þröskuldar því þeirra starf felst í að velja úr það sem þeir telja mikilvægast. Með vali sínu geta þeir haft áhrif á hugsanir, viðhorf og skilning fólks. Gerðir fjölmiðla Helstu gerðir fjölmiðla eru dagblöð, tímarit, útvarp og sjónvarp og einn- ig netmiðlar. Með því að fylgjast með fjölmiðlum getur fólk fylgst með fréttum af heimaslóðum sínum, land- inu og heiminum öllum. Í fjölmiðlum er meðal annars fjallað um stjórnmál, efnahagsmál, íþróttir, umhverfismál listir, tísku, tækni og vísindi. Sumir fjölmiðlar styðja ákveðna stjórn- málastefnu en aðrir leitast við að vera óháðir. Fjölmiðlar eins og dagblöð, tímarit, útvarp og sjónvarp eru ein- stefnumiðlar , sem senda boðskap sinn út til stórs hóps fólks sem les, hlustar eða horfir á fjölmiðilinn. Við köllum þessa miðla einstefnumiðla því neyt- endur hafa ekki möguleika á að svara boðskapnum, hann gengur bara í eina átt. Netmiðlar eru töluvert öðruvísi því þeir gera notendum mögulegt að búa til og deila á milli sín rafrænu efni. Þeir eru því gagnvirkir . Einkenni netsins og netmiðlanna eru ótímabundinn að- gangur, margmiðlun, gagnvirkni og virk þátttaka notenda í sköpun efnisins sem fer gjarnan fram á samfélags- miðlunum. Mörgum finnst óljóst hvað felst í hugtakinu „ samfélagsmiðlar ,“ en hug- takið er oft notað til að vísa til ótal ólíkra raf- rænna miðla, sem sumir Hversu mörgum klukkustundum eyðir þú að jafnaði á viku við að horfa á sjónvarp eða aðra samfélagsmiðla?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=