Á ferð um samfélagið

FÉLAGSMÓTUN : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 43 HUGTAK Vinna unglinga 15–17 ára Unglinga er almennt heimilt að ráða til vinnu nema um sé að ræða störf við eftirfarandi að- stæður: • Vinnu sem líklega er ofvaxin líkamlegu eða andlegu atgervi þeirra. • Vinnu sem líklega veldur varanlegu heilsu- tjóni. • Vinnu þar sem hætta er á skaðlegri geislun. • Vinnu þar sem fyrir hendi er slysahætta sem gera má ráð fyrir að börn og unglingar geti átt í erfiðleikum með að átta sig á eða forðast vegna andvaraleysis eða skorts á reynslu eða þjálfun. • Vinnu sem felur í sér hættu fyrir heilsu þeirra vegna óvenjumikils kulda, hita, hávaða eða titrings. • Vinnu þar sem hætta er á ofbeldi eða annarri sérstakri hættu, nema ungmennin starfi með fullorðnum. Sjálfræðisaldur Sjálfræðisaldur. Með setningu laga árið 1997 var sjálfræðisaldurinn hækk- aður úr 16 árum í 18 ár en það þýðir að einstaklingurinn verður bæði sjálfráða og fjárráða við 18 ára aldur. Átján ára aldurinn er líka kall- aður lögræðisaldur því þá verður fólk lögráða og öðlast sömu rétt- indi og skyldur og fullorðið fólk. Með sjálfræðislögunum er for- eldrum skylt að bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Þess ber að geta að þó unglingar verði ekki fjárráða fyrr en við 18 ára aldurinn ber þeim að greiða skatt af tekjum sínum eins og fullorðnir frá 16 ára aldri. Þú getur skoðað lögin í heild sinni á heimasíðu Alþingis eða á heimasíðu Umboðsmanns barna. Lögræðislög nr. 71/10 1997 Almennar reglur um vinnutíma Í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er fjallað um vinnu- tíma barna og unglinga og eru settar ákveðnar takmarkanir á hann. Takmarkanir miðast við virkan vinnutíma eða vinnustundir að frádregnum neysluhléum.  Vinnueftirlitið hefur eftirlit með ofangreindum lögum og tekur á móti ábendingum um hugsanleg brot á þeim. Börn 13–14 ára Börn 15 ára í skyldunámi Unglingar 15–17 ára Á starfstíma skóla 2 klst. á dag  12 klst. á viku 2 klst. á dag  12 klst. á viku 8 klst. á dag  40 klst. á viku Utan starfstíma skóla 7 klst. á dag  35 klst. á viku 8 klst. á dag  40 klst. á viku 8 klst. á dag  40 klst. á viku Vinna bönnuð kl. 20–6 kl. 20–6 kl. 22–6 Hvíld 14 klst. á sólarhr.  2 dagar í viku 14 klst. á sólarhr.  2 dagar í viku 12 klst. á sólarhr.  2 dagar í viku Umboðsmaður barna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=