Á ferð um samfélagið

42 HUGTAK Félagsmótunaraðilar Hér á landi alast flest börn upp í fjöl- skyldum, annaðhvort hjá báðum foreldrum eða öðru þeirra og hugsan- lega einu eða fleiri systkinum. Fyrstu æviárin sjá foreldrar eða forráðamenn að mestu um uppeldið – eða félags- mótunina. Foreldrarnir kenndu þér meðal annars að tjá þig, borða, klæða þig og fara á klósett. Við fimm til sex ára aldur fara flest börn í skóla og þá fara kennarar og skólafélagar að hafa meiri áhrif á ein- staklinginn. Í skólum sjá kennarar um að kenna það sem öll börn eiga rétt á að læra samkvæmt aðalnám- skrá . Þannig á skólinn til dæmis að sjá um að lestur, skrift og reikningur sé kenndur, hvort sem nemendur búa á Akureyri, í Vestmannaeyjum eða annars staðar. Námskráin á að tryggja að nemendur fái svipaða félagsmótun, sama hvar þeir búa hér á landi. Eftir því sem barnið eldist fá skólafélagar og vinir stöðugt meira vægi. Með vinum rannsaka börn og unglingar heiminn og prófa ýmislegt án þess að þeir full- orðnu séu til staðar. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og leiðsögn um mark- mið og tilgang náms. Hún birtir heild- arsýn um menntun og útfærir nánar þá menntastefnu sem felst í lögunum. Aðalnámskrá Aðalnámskrá veitir nemendum, for- eldrum þeirra, opinberum stofnunum, félagasamtökum, aðilum atvinnulífs- ins og almenningi upplýsingar um til- gang og starfsemi skóla. Skiptar skoðanir eru um hvenær fólk telst fullorðið þó sjálfræðisaldurinn segi 18 ár. Áður fyrr höfðu unglingar ekki jafn greiðan aðgang að skólum og því fóru þeir mun fyrr út á vinnu- markaðinn en nú. Á 19. öld var barna- vinna algeng hér á landi líkt og tíðkast í mörgum fátækari ríkjum heims nú á dögum. Hér á landi sem víðast annars staðar er vinnan í miklum metum, því hún veitir okkur tekjur til að kaupa nauðsynlega hluti. Vinnan mótar einn- ig sjálfsmynd og sjálfsvirðingu og hún mótar umgjörð um líf fólks. Því er stundum sagt að vinnan göfgi mann- inn. Margir unglingar stunda vinnu með skóla en á vef Umboðsmanns barna er að finna reglur um barna- vinnu nú á dögum: Fyrst það tókst að kenna þér að fara á klósettið ... af hverju þá ekki þessum líka?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=