FÉLAGSMÓTUN : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 41 Í skólanum lærir þú að tileinka þér ýmsa þekkingu og færni svo sem lestur, skrift og reikning en einnig í sögu og þjóðfélagsfræði. Í skólanum færð þú það sem kallast formleg menntun. Þú kannast ef til vill við máltækið svo lengi lærir sem lifir. Í víðasta skilningi má líkja menntun við „áreiti“ sem allir verða fyrir – stöðugt. Það að þú tileinkir þér þekkingu, færni og hæfni er ekki bara eitthvað sem gerist í skólanum, þessir þættir eru hluti af daglegu lífi, þess að vera til. Menntun í gamla bændasamfélaginu var óformleg því börn lærðu það sem þau þurftu með því að umgangast foreldra sína og annað fullorðið fólk. Hjá frumstæðum ættbálkum líkt og Yanómama-fólkinu í regnskógum Suður-Ameríku hefur ekki verið sama þörfin fyrir formlega menntun og hér á Vesturlöndum. Þar læra börnin allt sem þau þurfa að kunna um umhverfið og til að lifa af í samfélaginu af þeim sem eldri eru. Með auknum samskiptum frumbyggjanna við umheiminn hefur þörf fyrir formlega menntun eins og lestur, skrift og reikning aukist. Í flóknari samfélagsgerðum er skólinn mikilvægur þáttur því hann hefur tekið við hluta af félagsmótunarhlutverki fjölskyldunnar. Í skólanum er þér kennd ýmis færni og þekking sem talin er nauðsynleg svo þú getir tekið virkan þátt í samfélaginu sem þú býrð í. Fyrir þann sem kann ekki að lesa væri erfitt að nálgast upplýsingar. Ólæs einstaklingur myndi eiga í erfiðleikum með að ferðast um götur í borgum og bæjum því hann gæti ekki lesið það sem stæði á götuskiltum. Vinir, íþróttafélög, vinnan, fjölmiðlar og netmiðlar eru líka mikilvægir félagsmótunaraðilar. Allt lífið erum við að læra eitthvað nýtt, uppfæra gamla þekkingu og laga okkur að breytingum sem eiga sér stað í umhverfinu. Þótt hæfileikinn til að læra sé mestur hjá ungu fólki hættum við aldrei að læra. HUGTAK Formleg og óformleg menntun Tæknilega séð getur fólk öðlast formlega menntun bæði í og utan skóla. Það gildir líka um óformlega menntun – hana er hægt að fá bæði innan og utan skóla. Til einföldunar má segja að formleg menntun sé það sem fólk lærir í skóla en óformleg menntun er sú þekking sem einstaklingar fá úr umhverfi sínu. Skilti við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sem varar við fólki sem er að reyna að komast ólöglega á milli landanna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=