Á ferð um samfélagið

40 Hvað þarf til? Hvað þarf til að geta orðið virkur þátt- takandi í samfélaginu? Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug? Án efa er tungumálið mikilvægt. Flyttir þú til Kína gæti tungumálið verið vandamál. Þú gætir ekki gert þig skiljanlega(n) á talmáli. Þú gætir auðvitað reynt að hafa samskipti við innfædda með líkams- tjáningu eins og bendingum eða svip- brigðum. Vandamálið er hins vegar að táknmál og líkamstjáning er líka lærð og því breytilegt frá einu samfélagi til annars. Til dæmis getur það að mynda „O“ með vísifingri og þumalfingri þýtt „allt í lagi“ í sumum samfélögum en „farðu í rass og rófu“ í öðrum sam- félögum. Í sumum samfélögum kinkar fólk kolli þegar það meinar nei og já er gefið til kynna með því að hrista höfuðið. Maórar (frumbyggjar á Nýja Sjálandi) reka út úr sér tunguna til að sýna vald sitt og skapa ótta meðal and- stæðinga sinna. Frummótun Venjulega er greint á milli tveggja tegunda félagsmótunar, frummótunar og síðmótunar . Frummótun á sér oftast stað innan fjölskyldunnar, þar sem for- eldrar ala upp börn sín. Þú varst líklega um tveggja ára þegar þú lærðir að tala. Þar lærðir þú ekki bara að tjá þig við aðra heldur var þér líka kennd ákveðin skoðun á heiminum. Í félagsvísindum þýðir heimsmynd hvaða augum þú lítur á veröldina og hvernig þú túlkar það sem þú heyrir og sérð. Lítil börn eru óstöðvandi í að benda á hluti og spyrja: „Hvað er þetta?“ Þannig læra þau hver er munurinn á lampa og sjónvarpi, hesti og kú svo dæmi séu nefnd. Eftir því sem barnið lærir fleiri orð fær það smám saman ítarlegri mynd af samfélaginu sem það býr í. Síðmótun Síðmótun fer að mestu leyti fram utan fjölskyldunnar og í okkar samfélagi er skólinn mikilvægur félagsmótunaraðili. Tákn eru vandmeðfarin. Þetta tákn táknar til dæmis að allt sé í lagi meðal sumra Vesturlandabúa en annars staðar getur það þýtt „farðu í rass og rófu“ eða að þú sért „núll“ og til einskis nýt(ur). Sumir myndu gjarnan vilja sleppa við skólann (einn af félagsmótunaraðilunum) en af hverju skyldi það vera?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=