Á ferð um samfélagið

FÉLAGSMÓTUN : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 39 Staða og hlutverk Innan allra samfélaga eru einstaklingar flokkaðir eftir þeirri stöðu sem hver og einn hefur. Staða einstaklingsins segir til um hver hann er, hvar hann er og hvaða hópi hann tilheyrir. Þegar þú fæddist fékkstu ákveðna stöðu sem tengist stöðu fjölskyldu þinnar. Þú tilheyrir til dæmis sömu þjóð, þjóð- félagsstétt og aðhyllist líklega sömu trúarbrögð og foreldrar þínir. Fjöl- skylduuppruni ræður miklu um stöðu þína í samfélaginu. Þegar þú hittir ókunnugt fólk er algengt að það spyrji hvaðan þú sért, hvaða skóla þú gangir í og eða hvað foreldrar þínir starfi við. Með þessu er verið að staðsetja þig innan samfélagsins. Hverri stöðu fylgir hlutverk sem segir til um hvers fólk væntir af þeim sem hefur stöðuna. Staða og hlutverk eru því nátengd, eiginlega eins og tvær hliðar á sama peningi. Þú hefur stöðu sem þú leikur (hlutverk). Taktu eftir hvað kennararnir þínir eru ólíkir. Þeir hafa allir sömu stöðuna sem kennari – en þeir leika hana á ólíkan hátt. Sjálfsmynd þín mótast af þeirri stöðu og hlutverkum sem þú hefur og leikur dags daglega. Með sjálfsmynd er átt við þá skoðun sem þú hefur á þér. Sjálfsmyndin mun ekki bara hafa áhrif á hvernig þér finnst þú vera heldur einnig á hver og hvernig þú verður. Að skapa sér sjálfsmynd sem stuðlar að góðum lífsskilyrðum í framtíðinni er hugsanlega með því erfiðasta sem fylgir því að vera unglingur. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin(n) „stór“? Nú þegar hefur þú margar ólíkar stöður sem þú leikur á ólíkan hátt. Nefndu nokkrar þeirra. Eru einhver ljón í veginum fyrir því að þú getir valið þér þá stöðu sem þig langar í? Hver?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=