Á ferð um samfélagið

38 Félagsmótun Hegðun þín er að langstærstum hluta félagsleg sem þýðir að hún er lærð. Frá því að þú vaknar á morgnana þangað til þú ferð að sofa um kvöld ertu að meira eða minna leyti í samskiptum við aðra. Þú lærir félagslega hegðun við að taka þátt í lífinu. Okkur hafa verið kennd helstu viðmið samfélagsins þannig að flestir vita hvernig þeir eiga að hegða sér við ólíkar aðstæður. Þú veist að það á að þakka fyrir matinn. Þú veist að það má ekki svindla í spilum og þú veist að það á að stansa á rauðu ljósi. Hvort sem þú fylgir við- miðunum eða ekki þá færðu viðbrögð við því sem þú gerir eða gerir ekki. Við fæðingu varstu eins og óskrifað blað. Allt sem þú lærir frá fæðingu og þar til þú deyrð hefur áhrif og mótar þig. Smám saman lærir þú hvaða reglur gilda í því samfélagi sem þú býrð í, hvað má og hvað má ekki. Félags- mótun er hins vegar misjöfn eftir sam- félögum. Íslensk félagsmótun myndi duga skammt í samfélagi Yanómama og þeim gengi örugglega ekki vel að fóta sig í okkar samfélagi. Fólk sem elst upp í mismunandi samfélögum er ólíkt vegna þess að það hefur hlotið ólíka félagsmótun. Þú þarft ekki endilega að ferðast til útlanda til að sjá hvernig mismunandi umhverfi mótar fólk. Stundum er nóg að skoða mismunandi félgsmótun út frá kyni eða búsetu. Það getur verið mjög áhugavert að skoða hversu ólík til dæmis systkin geta verið. Félagsmótunin sem þú hefur hlotið er háð því samfélagi og þeirri menn- ingu sem þú ert hluti af. Félagsmótun þýðir að einstaklingurinn er mótaður af því samfélagi sem hann tilheyrir. Hún er eins konar líftaug á milli manns og samfélags – án félagsmótunar væri ekkert samfélag og án samfélags væri heldur engin félagsmótun. HUGTAK Félagsmótun Félagsmótun er það ferli þar sem þú lærir leikreglur samfélagsins, svo sem menningu, tungumál, siði og venjur. Félagsmótun hefst strax við fæðingu og henni lýkur aldrei, því við lærum svo lengi sem við lifum. Þeir sem kenna okkur leikreglurnar eru kallaðir félags- mótunaraðilar en þeir helstu eru fjölskyldan, skólinn, vinir, fjölmiðlar, vinnustaður, íþrótta- félög og fjölmargir aðrir sem við eigum sam- skipti við. Í skólanum fer fram mikilvæg félagsmótun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=