Á ferð um samfélagið

FÉLAGSMÓTUN : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 37 Við fæðingu varstu eins og óskrifað blað. En hver ertu og af hverju ertu eins og þú ert? Ef þú átt systkini – af hverju eru þau þá ekki alveg eins og þú? Stundum er sagt að enginn verði maður nema með mönnum. Hvað skyldi vera átt við með því? Í þessum kafla ætlum við að reyna að átta okkur á hvernig við urðum eins og við erum – en það gerist að stórum hluta í gegnum félagsmótun. Hverjir eru það helst sem móta þig? Hvers vegna eru ekki allir eins? Við munum líka fjalla örlítið um fjölmiðla sem stundum eru kallaðir fjórða valdið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=