Á ferð um samfélagið

SINN ER SIÐUR : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 35 10. Hver var Harold Garfinkel og hvað finnst þér athyglisverðast við tilraunir hans? 11. Yanómama-fólkið heldur miklar mat- arveislur ef uppskera hjá þeim er góð. Eru til einhverjir sambærilegir siðir hjá okkur? Við hvers konar aðstæður væri líklegt að fólk hér á landi héldi miklar matarveislur? Heimildavinna 12. Skoðaðu námsbækur, fræðibækur eða netið og leitaðu upplýsinga um önnur samfélög en Yanómama og skrifaðu stutta grein í „dagblað“ um helstu siði og venjur samfélagsins. Dæmi um önnur samfélög gætu t.d. verið innflytjendur á Íslandi, inú- ítar, masaíar, bedúínar, samar eða ein- hverjir aðrir hópar í samfélaginu. 13. Líkamshirðing fólks hér á landi hefur batnað umtalsvert frá því á 19. öld. Á þeim tíma er talið að hver ein- staklingur hafi notað um 550 grömm af sápu á ári. Skoðaðu hreinlætis- og snyrtivörurnar sem þú átt núna og reiknaðu lauslega hversu mikið þær myndu kosta ef þú þyrftir að kaupa þær allar í einu. Hvaða hreinlætis- eða snyrtivörur gætir þú helst losað þig við? Hvaða hreinlætisvara kæmist þú alls ekki af án? Búðu til lista þar sem sú hreinlætis- eða snyrtivara sem þér finnst mikilvægust er efst á listanum og sú sem þú kæmist helst af án er neðst. 14. Mjög erfitt er að komast inn á land- svæði Yanómama-fólks enda liggur það afskekkt. Leitaðu upplýsinga í námsbókum, fræðiritum eða á netinu um ferðalög hér á landi fyrr á öldum. Þú getur líka tekið viðtöl við eldri kyn- slóðir um ferðalög og farartálma hér á landi þegar það fólk var yngra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=