34 Finndu svar 2. Hver er munurinn á formlegu og óformlegu félagslegu taumhaldi? Nefndu dæmi um hvorttveggja? 3. Hverjar voru taldar helstu ástæður fyrir því að hreinlæti hafi verið ábótavant í bændasamfélaginu hér á landi á 19. öld? Umræðuefni 4. Finndu 2–3 dæmi um viðmið sem vekja jákvæð viðbrögð og viðmið sem vekja neikvæð viðbrögð. 5. Heldur þú að það sé munur á viðbrögðum (jákvæðum og neikvæðum) eftir því hvaða kyni gerandinn til- heyrir? Nefndu dæmi. 6. Rifjaðu upp samskipti þín við annað fólk síðustu daga. Hefur þú sýnt einhverjum jákvæð eða neikvæð viðbrögð? Af hverju og hver voru viðbrögðin? 7. Hvaða aðferðum getur skólinn beitt ef nemendur brjóta skólareglur? Finnst þér að skólinn ætti að fá leyfi til að sekta þá nemendur sem brjóta skólareglur? Af hverju eða af hverju ekki? 8. Hvað ógnar einna helst tilvist Yanómama-fólksins nú á dögum? Hvað mælir með og hvað mælir á móti því að innleiða vestræna menningu meðal Yanómama-fólksins? Viðfangsefni 9. Í sumum samfélögum ganga karlar um í pilsum og/eða mála sig í framan. Finndu dæmi um slík samfélög. Hvernig yrðu viðbrögðin við íslenskum strákum sem myndu gera slíkt hið sama? Ræðið í smærri hópum hvað telst vera karlmannlegt og hvað telst vera kvenlegt í okkar samfélagi. Þekkið þið til fleiri dæma úr öðrum samfélögum sem þættu ekki viðeigandi í okkar samfélagi og öfugt? hnattvæðing hnattrænn hugsanaháttur keyta formlegt viðmið óformlegt viðmið formlegt taumhald óformlegt taumhald shobono efnishyggja Verkefni 1. Útskýrðu eftirfarandi orð og hugtök:
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=