Á ferð um samfélagið
SINN ER SIÐUR : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 33 Demini er búið að ryðja skóginn og búa til örlitla flugbraut þar sem hægt er að lenda smáflugvél. Yanómamar kalla staðinn eða þorpið sem þeir búa í shobono , en það þýðir eiginlega heimili. Í þorpinu sem við heimsækjum búa 150 manns. Þorpið er bara einn stór strákofi og þar búa allir íbúarnir saman. Þannig er það í öllum þorpum Yanómama-manna. Inni í strákofanum, sem er hringlaga, ræður hver fjölskylda yfir sér eldstæði og hengi- rúmum. Þó Yanómamarnir búi allir í sama kofanum bera þeir mikla virðingu fyrir einstaklingnum. Það tekur Yanomamana í Demini um þrjá tíma að ganga yfir að næsta þorpi eða shobono. Og þegar einhver kemur í heimsókn er slegið upp stórri veislu enda eru Yanómamar mjög gestrisnir. Á mat- seðlinum er hugsanlega bananadjús, grillað villisvín, tapír eða beltisdýr. Þorpsbúar leggja mikið upp úr þrifnaði og íbúar Demini baða sig oftast tvisvar til þrisvar sinnum á dag – en það er reyndar líka gert til að kæla sig niður í hitunum. Og blaða- maðurinn heldur lýsingunni áfram: „Eftir mótttökudansinn fóru margir þorpsbúa niður að fljótinu til að baða sig í litlum hyl sem var rétt fyrir neðan strákofann. Hópur stráka sat og horfði á okkur bleikskinnana klæða okkur í baðföt fyrir baðið. Þeim var bersýnilega skemmt og bentu hlæjandi á eina af konunum í okkar hópi sem var með rauðlakkaðar táneglur. Yanomamar mála andlit og líkama en ekki neglur. Máln- inguna fá þeir úr berki og fræum. Rauði liturinn táknar gleði – og hann er talinn góð vörn gegn mýflugum“. Tengiliður „ferðamanna“ við þorpsbúa heitir Davi Kopenawa og hann er innfædd- ur Yanomami. Í þorpinu er hann mikil- vægur einstaklingur en samt ekki höfðingi. Meðal Yanómama er lítil stéttskipting, enginn er öðrum fremri sem höfðingi eða foringi. Davi er málsvari þorpsbúa út á við og hann telur að hann sé nálægt fimmtugu. Hann minnist enn hversu hræddur hann var þegar hann sá hvíta, loðna og skrítna fólkið í fyrsta sinn. Það kom á bátum upp Amasonfljótið – hugsanlega um 1970. Síðar meir kom í ljós að hér var um að ræða landmælingamenn sem voru á leið upp Amasonfljótið að landamærum Ven- usuela. Stuttu síðar komu fyrstu trúboð- arnir og gullgrafararnir inn á svæðið. Þeir báru með sér sjúkdóma sem ónæmiskerfi frumbyggjanna réði ekki við – sjúkdóma á borð við mislinga og inflúensu. Margir dóu. Davi sýktist af berklum og varð að dveljast á sjúkrahúsi í heilt ár. Þar lærði hann portúgölsku (sem er eitt aðalmálið í Brasilíu) og þar kynntist hann líka fólki sem hvatti hann til að berjast fyrir tilvist og réttindum Yanómama-fólksins. Boðskapur Davi og annarra frumbyggja er einfaldur. Þeir vilja fá að búa í friði í skóginum sínum. Allt sem þeir þarfnast fá þeir úr skóginum og hann tilheyrir þeim. Hvítir menn ásælast hins vegar það sem finnst á landsvæði Yanómama svo sem gull, demanta og aðra góðmálma. Það er ekki hægt að borða góðmálmana, fólk notar þá bara til að skreyta sig með þeim segir Davi. En gullið sem er tekið héðan hefur kostað mikið blóð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=