Á ferð um samfélagið

32 Fólkið er nánast nakið Ungar konur skreyta sig með trépinna sem stungið er í gegnum kinnar og nef. Og karlarnir eru aðeins íklæddir fjöðrum, máln- ingu og borða um mittið. Á yfirborðinu er ekki hægt að ímynda sér ólíkara fólk en Vesturlandabúa og Yanómama. Stærðin, klæðaburður, persónulegir munir, heimilið og tímaskynið. Hjá Yanómama-fólkinu skiptir aldur litlu máli og fæstir vita nákvæmlega hversu gamlir þeir eru. Þegar þeir eru komnir af ungbarnastiginu, um ársgamlir, þá er þeim gefið sérstakt gælunafn – sem þó má aldrei nefna upphátt. Langflestir Yanómamar hafa lítinn sem engan áhuga á samskiptum við aðra en þá sem búa í regnskóginum. Þeim kemur heimurinn ekkert við. Þeir vilja bara fá að lifa eins og þeir hafa gert frá upphafi – sem veiðimenn og safn- arar. Verkaskiptingin er þannig að karlarnir sjá um veiðar á dýrum en konurnar safna saman rótum og ávöxtum. Hugmyndir, lífsstíll og efnishyggja Vesturlandabúa er eitthvað sem þá langar ekki í. Með efnishyggju hér er átt við þörfina fyrir að eignast sífellt meira af efnis- legum gæðum. Einstaka sinnum hafa íbúar í þorpinu Demini tekið á móti utanaðkomandi fólki í heimsókn – þó ekki venjulegum ferðamönn- um. Mjög erfitt er að komast inn á svæðið. Um fjóra tíma tekur að fljúga frá höfuðborg- inni Brasilíu til bæjarins Boa Vista en sá bær er yst á mörkum hins villta, fallega Amason- svæðis. Síðan tekur við um hálftíma flug í lítilli smárellu í átt að Venusuela yfir víðáttumikinn regnskóg. Nokkra kílómetra frá þorpinu Yanómama-fólkið býr í regnskógum Amason í Suður-Ameríku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=