Á ferð um samfélagið
SINN ER SIÐUR : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 31 kjörið til samanburðar við Ísland í dag. Þeir sem aldir eru upp hér á landi eiga erfitt með að skilja hvernig fólk sem býr við skort á öllum efnahagslegum gæðum getur dafnað og blómstrað við jafn erfið skilyrði og eru í frumskógum Amason. Ástæðan gæti falist í sterkum félagslegum tengslum og samstöðu. Fjölskyldumeðlimir og nágrannar veita hver öðrum ást, umhyggju og stuðning. Slíkar uppgötvanir leiða hugann að því af hverju líf fólks sem býr við skort á efnahagslegum gæðum á Vesturlöndum feli svo oft í sér félags- lega einangrun, reiði og biturleika. Við verðum að spyrja okkur sjálf af hverju efnahagsleg gæði skipi svo stóran sess í skilgreiningu okkar á hvað sé gott líf. Lokaniðurstaðan er að ef við viljum eiga möguleika á að skilja okkur sjálf verðum við líka að reyna að skilja aðra, þar á meðal Yanómama. Yanómama-fólkið telur um 35.000 einstaklinga sem búa í um 200 til 250 litlum þorpum á landamærum Brasilíu og Venusuela. Yanómamar eru fjöl- mennasti hópur frumbyggja sem enn hefur ekki orðið fyrir teljandi vest- rænum menningaráhrifum. Vestrænn blaðamaður, sem boðið var að heim- sækja eitt af þorpum frumbyggjanna, lýsir fyrstu kynnum við þá á eftirfar- andi hátt: „Hávær hróp – og skyndilega án nokkurs fyrirvara – grípur maður um axlir mínar. Við hlaupum saman í nokkurs konar dansi. Einn frum- bygginn er skreyttur með fjöðrum og málaður í framan. Þessi litli en sterki maður hrópar og tekur fast utan um mig. Hinir hrópa líka. Ég brosi og reyni að fylgja hreyfingunni eftir, en finnst ég vera stór og hræðilega klunnalegur. Allt þorpið gengur í skúðgöngu með mig og fiðraða manninn fremsta. Tvö skref áfram og eitt afturábak. Svoleiðis er hefðbundin mótttaka meðal Yanómama-fólksins. En enginn hafði sagt mér það áður en við komum. Svitinn rennur af mér. Og fólkið hlær. Ég hef ekki hugmynd um hvort það sé að hlæja með eða að mér. Hugsanlega hvorttveggja.“ Ungur Yanómama-veiðimaður.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=