Á ferð um samfélagið

30 Lögin eru viðmið – en félagslega taum- haldið eru aðferðir sem notaðar eru til þess að fá fólk til að fara eftir regl- unum. Þú þekkir nú þegar aragrúa af viðmiðum sem tíðkast í því samfélagi sem þú býrð í. En eru viðmiðin alls staðar eins? Eins og þú hefur eflaust tekið eftir geta viðmið verið mismun- andi milli fjölskyldna, það sem tíðkast í einni þarf ekki að líðast í annarri svo dæmi sé tekið. Við skulum næst færa okkur yfir til samfélaga Yanómama- fólksins í regnskógum Amason og skoða lífið hjá þeim. Ferðasaga úr regnskógum Hingað til höfum við skoðað og borið saman íslenska samfélagið á 19. öld og þess sem við búum í nú á dögum (21. öld). Á síðari árum hefur tækninni fleygt fram. Aldrei fyrr hefur verið jafn auðvelt að ná sam- bandi milli afskekktustu staða veraldar. Þessi auknu tengsl milli fólks, svæða og landa um allan heim kallast hnatt- væðing. Hnattvæðing hefur áhrif á vísindagreinar og margar þeirra leggja áherslu á að skoða heiminn sem eina heild. Hnattrænn hugsunarháttur er kjörin leið til að læra meira um okkur sjálf. Samanburður við önnur sam-fé- lög, sérstaklega þau sem eru gjörólík okkar eigin geta opnað augu okkar gagnvart eigin samfélagi. Hið frum- stæða samfélag Yanómama-fólks er Í öllum samfélögum, jafnt litlum sem stórum, þróar fólk með sér hegðunar- reglur sem gerir því mögulegt að búa saman. Í fjölskyldu þinni gilda ákveðn- ar reglur, eins og í skólanum eða í vinahópnum eða á landinu öllu. Þrátt fyrir sameiginlegar reglur eru alltaf einhverjir sem sætta sig ekki við þær – og sumir brjóta þær. Hvað talið er viðeigandi hegðun er afar misjafnt eftir samfélögum og reglurnar geta breyst. Í flestum ríkjum sér félagslega taum- haldið ásamt lögum um að koma í veg fyrir að fólk brjóti af sér. Rafmagnsnotkun er ólík eftir löndum eða svæðum. Yanomama-fólkið hefur lifað án rafmagns frá upphafi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=