Á ferð um samfélagið

SINN ER SIÐUR : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 29 Félagslegt taumhald Þótt viðmið rekist stundum á tekst fólki oft furðuvel að laga sig að aðstæðum. Þú gætir til dæmis eytt hæfilega löngum tíma í lærdóminn og haldið þannig foreldrum þínum í skefjum án þess að brjóta viðmið vinahópsins. En farir þú yfir strikið og brjótir viðmið uppskerðu oftar en ekki neikvæð viðbrögð. Viðbrögðin fara eftir því hvers konar viðmið þú brýtur. Viðbrögð við þjófnaði (formleg viðmið) eru yfirleitt harkalegri en að mæta í skólann í ósamstæðum sokkum (óformleg viðmið). Jafnframt fer það eftir félagslegri stöðu þess sem brýtur viðmiðin hver viðbrögðin verða. Strangari kröfur eru gerðar til klæðaburðar forseta Íslands en til dæmis unglinga. Í sumum tilfellum eru viðbrögðin harkaleg, svo sem fangelsi eða útskúfun en í öðrum eru þau mildari – til dæmis hæðnisglott, augnaráð eða háðsglósur. Farir þú hins vegar eftir viðmiðum samfélagsins getur þú uppskorið jákvæð viðbrögð, svo sem hrós eða hvatningu. Bros getur líka verið dæmi um jákvæð viðbrögð en ef það er ofleikið verðum við óörugg um okkur. Breytist það í hæðnishlátur taka flestir því sem merki um neikvæð viðbrögð. Í hverju einasta samfélagi eru til mismunandi aðferðir sem eiga að tryggja að fólk fylgi viðmiðum og hegði sér á viðunandi hátt. Aðferðirnar kallast félagslegt taumhald og geta verið bæði sýnilegar og duldar. Hvað telst viðunandi hegðun er þó afar ólíkt eftir samfélögum. Formlegt taumhald Óformlegt taumhald Umbun Verðlaun Stöðuhækkun Hrós, klapp á öxlina Hvatning Viðgjöld (refsing) Sektir Fangelsun Athugasemdir Háðsglósur Stimplun (þú dæmir aðra) Í töflunni má sjá dæmi um félagslegt taumhald bæði formlegt og óformlegt. Ekki eru allir eins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=