Á ferð um samfélagið

28 Hreinlæti Íslendinga á 19. öld Á 19. öld þótti sápan svo merkileg að hún var notuð til gjafa eftir kaup- staðarferðir, rétt eins og hárkambar og ýmislegt smálegt. Sápa var þannig nokkurs konar „lúxusvarningur” en hún var þó ekki af öllum talin það besta til þvotta. Jónas frá Hrafnagili segir að á 19. öld hafi stúlkur oft þvegið sér úr mjólk, mysu eða skyrblöndu. Átti slíkt að gefa fallegra útlit. Ein þeirra kvenna sem töldu slíkt heilagan sannleik var Margrét, kona Símonar Dalaskálds. Hún „var björt í ásjónu, enda bleytti hún stundum þurrkuhorn í mjólk og strauk því svo yfir andlitið; hafði trú á því, að það héldi hörundinu björtu og hreinu.” Þetta var um 1900 og viðbúið að íslenskar konur hafi þá almennt verið búnar að leggja þennan sið niður. Annar siður var hins vegar lífsseigari en hann var sá að þvo hár úr keytu eða kúa- hlandi. Slíkt var alvanalegt alla 19. öld, ekki aðeins vegna þess að verið væri að spara sápu, heldur einnig vegna þess að slíkt þótti gera hárið blæfallegt og vel hreint. Það gat líka haft sínar slæmu afleiðingar ef menn trössuðu keytu- þvottinn. Ólína Jónasdóttir segir frúna á bænum Kúskerpi í Akrahreppi hafa talið það boða hverjum þeim ógæfu sem ekki þvoði höfuðið úr stækri keytu úti í fjósi á föstudaginn langa. Unnur Björk Lárusdóttir, 1993 Dæmin hér að ofan sýna óformleg viðmið sem hafa breyst. Fólk er mun meðvitaðra nú en áður um hreinlæti og heilbrigðismál. Fyrir 200 árum var lítil þörf á að hvetja landsmenn sérstaklega til að stunda líkamsrækt og útiveru þar sem meirihluti þjóðarinnar stundaði erfiðisvinnu útivið. Lífið var puð. Hvorki karlar né konur þurftu að hafa sérstakar áhyggjur af offitu, það var lítill vandi að halda sér grönnum í bændasamfélaginu. Fólki fannst mun eftirsóknarverðara að vera feitlagið, það sýndi að viðkomandi var í góðum efnum og hafði nóg að borða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=