Á ferð um samfélagið

SINN ER SIÐUR : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 27 myndu seint gleyma. Sumir fengu það verkefni að neita að borga fargjaldið í strætó bara til þess eins að sjá hver viðbrögð bílstjórans yrðu. Öðrum var ætlað að fara út í búð og krefjast þess að fá að borga meira en það sem vör- urnar kostuðu. Enn öðrum var falið að fara á veitingahús og láta eins og þeir væru þjónustufólk þar. Ein af þekktari rannsóknum Garfinkels var þegar hann bað nem- endur sína að hegða sér eins og ókunn- ugir heima hjá sér. Þeir áttu að láta eins og þeir þekktu ekki heimilisfólkið, spyrja kurteislega hvort þeir mættu nota salernið og þakka formlega og hátíðlega væri þeim boðinn matur eða drykkur. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, allt fór á annan endann heima hjá nemendunum sem tóku þátt í verkefninu. Sumir foreldranna urðu æfir en aðrir urðu miður sín. Öll nánu samskiptin sem fjölskyldan hafði byggt upp um margra ára skeið voru skyndi- lega horfin. Og margir foreldrar héldu að annaðhvort væru þeir búnir að missa vitið eða þá börnin. Erfitt var að halda leiknum áfram og að lokum urðu nemendurnir að viðurkenna að hegðunin væri nokkurs konar til- raun – þeir hefðu bara verið að leysa verkefni sem kennarinn hafði lagt fyrir. Foreldrar vörpuðu öndinni léttar – hvorki þeir né börnin voru búin að tapa glórunni heldur þvert á móti kennarinn. Nemendurnir lærðu hins vegar heilmargt af tilrauninni. Þeir sáu að nánast allt sem við gerum og segjum byggir á viðmiðum, hlutverkum og lærðum hegðunarmynstrum. Viðmið og hreinlæti Viðmið breytast, þau hafa breyst og þau munu breytast. Viðmiðin eru mis- jöfn eftir samfélögum og frá einum tíma til annars. Flestir hér á landi fara í bað nokkuð reglulega. Þannig var það ekki áður fyrr. Frelsi, verk eftir Zenos Frudakos. Prófaðu að finna fleiri myndir sem gætu táknað frelsi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=