Á ferð um samfélagið

26 Undarleg tilraun Fyrir um 50 árum bjó og starfaði Harold Garfinkel í Kaliforníu, Bandaríkjum Norður-Ameríku, en hann þótti óvenju frumlegur félagsvísindamaður. Hann var frumkvöðull í rannsóknum á óformlegum viðmiðum það er að segja öllum þessum litlu atriðum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut og „sjáum“ ekki. Nemendur Garfinkels skildu ekki alltaf hugmyndir hans – vegna þess að þeir eins og við flest, tóku ekki eftir þessu hversdagslega. Þess vegna ákvað hann að láta nemendur leysa verkefni sem þeir myndu Ef einhver einstök föt hafa náð mikilli útbreiðslu á síðustu árum og almennri notkun þá hljóta gallabuxur að vera þar efst á lista. Svo miklar eru vinsældir þeirra og meðal flestra aldurshópa að einstakt má telja. Gallabuxur hafa orðið að merkjavöru og líka haft margvísleg áhrif á aðra tísku. En upphaflega voru gallabuxur búnar til sem vinnuföt og það var ekki fyrr en upp úr 1970 að þær urðu að þeirri tískuflík sem þær eru í dag. Fyrstu gallabuxurnar voru settar á markað í Bandaríkjunum um 1850 af Levi Strauss, tvítugum innflytjanda frá Þýskalandi. Það var í tengslum við gullæðið sem þá geisaði í Kaliforníu að hann fékk þá hugmynd að framleiða sterkar vinnubuxur og þannig fór boltinn að rúlla. Síðar eða þegar kom fram á tuttugustu öldina, fóru kúrekar vestanhafs að nota gallabuxur og svo um 1950 fóru þær að komast í tísku meðal ungmenna á rokktímanum sem notuðu þær m.a. til að sýna andstöðu við ráðandi gildismat og tjá nokkurs konar uppreisn gegn hefðum þjóðfélagsins. En það varð svo um 1970 sem gallabuxurnar slógu endanlega í gegn og urðu að þeim klæðnaði sem stærstur hópur ungs fólks vildi vera í. Upp úr þessu kom það snið sem við öll þekkjum og höfum flest gengið í og verið hefur hvað vinsælast og er orðið nánast sígilt, þröngar gallabuxur. Hvernig gallabuxur urðu að tískuflík

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=