Á ferð um samfélagið
SINN ER SIÐUR : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 25 HUGTAK Meira um skráð og óskráð viðmið Án viðmiða myndi samfélagið ekki virka, því enginn vissi í raun hvernig hann eða hún ætti að hegða sér eða hvernig viðbrögð annarra við hegðun yrðu. Skoðum fyrst formlegu viðmiðin. Þú getur til dæmis ekki … • búið til eigin gjaldmiðil og ætlast til að hægt sé að versla fyrir þessa heimagerðu peninga, • ráðið sjálfa(n) þig í vinnu sem til dæmis ráðherra eða skólastjóra eða ætlast til að aðrir ráði þig í vinnu ef þeir hafa enga vinnu að bjóða, • brotið lög og ætlast til þess að þú komist upp með það án þess að verða refsað fyrir athæfið. Eins og fram hefur komið eru óform- legu viðmiðin ekki síður mikilvæg en þau formlegu. Þau segja til dæmis fyrir um … • tísku – það er hvort það sé við- eigandi eða ekki að vera í sokkum og sandölum, • trúarlega siði og venjur – til að mynda skírn barna eða giftingar, • félagslegar venjur eins og að skjóta upp flugeldum á sérstökum hátíðis- dögum (gamlárskvöld). Þú þarft ekki að fara eftir þessum óskráðu viðmiðum en ef þú gerir það ekki mun sumu fólki finnast hegðun þín ruglingsleg, óviðeigandi eða dónaleg. Hugsanlega finnst þér það ósanngjarnt að hafa ekki tekið þátt í að búa til þessar reglur en í raun og veru hefur enginn einn einstaklingur búið þær til. Alþingi þarf til að mynda að fjalla um og sam- þykkja lagafrumvörp áður en þau verða að lögum. Frægir og vinsælir einstakling- ar geta haft áhrif á tískustrauma en það er enginn einn einstaklingur sem ákveður hvað komist í tísku og hvað ekki. Viðmið Viðmið eru sérstakar reglur, skráðar og óskráðar sem segja til um hvernig við eigum að haga okkur við mismunandi að- stæður. Viðmiðin eru breytileg eftir tíma og eftir samfélögum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=