Á ferð um samfélagið

24 Fræðimenn nota oft hugtakið við- mið yfir allar reglur bæði skráðar og óskráðar. Viðmiðunum er ætlað að móta hegðun og viðhorf einstaklings- ins þannig að hann hegði sér á viður- kenndan hátt við ólíkar aðstæður. Þannig eru til viðmið sem segja til um hvernig þú átt að klæðast eða hvernig þú átt að hegða þér í skólanum. Eitt viðmið segir til dæmis að þú megir æpa og klappa þegar þú ert á íþrótta- mótum, en slík hegðun er álitin frekar óþolandi í skólastofunni. Yfirleitt áttu ekki í neinum vand- ræðum með að fylgja viðmiðum en stundum getur það verið erfitt. Ef fjöl- skylda þín ætlast til að þú leggir hart að þér í skólanum en vinir þínir telja að enginn ætti að gera meira en nauðsyn- legt er, þá ertu í vanda. Þú verður að velja á milli viðmiða foreldra eða vina. Skráð viðmið Við skiptum viðmiðum í tvo flokka, annars vegar formleg viðmið eða skráðar reglur og hins vegar óformleg viðmið eða óskráðar reglur. Íslensk lög eru dæmi um skráð viðmið . Í þeim stendur hvað þú mátt og hvað þú mátt ekki gera og hvað gerist brjótir þú lögin. Algeng refsing við broti á lögum er sekt og stundum fangelsisdómur. Í skólanum eru líka skráðar reglur, svo sem mætingarreglur og hegðunar- reglur og þess vænst að nemendur fari eftir þeim. Þeir sem fylgja skólareglum fá ýmiss konar umbun fyrir hegðunina. Þótt skólinn hafi ekki möguleika á að sekta eða fangelsa nemendur sem brjóta reglurnar getur hann samt refsað þeim á margvíslegan hátt. Óskráð viðmið Mun fleiri viðmið eru óskráð en skráð og erfiðara er að lýsa þeim. Óform- legu viðmiðin eru ekki síður mikilvæg því þau stýra lífi okkar að mestu leyti. Oftast hugsum við lítið sem ekkert um óskráð viðmið, við fylgjum þeim bara vegna þess að svona er þetta. Við tökum þeim sem sjálfsögðum og lítum á þau sem fullkomlega eðlileg. Sem þau eru ekki. Hefur þú til dæmis velt fyrir þér af hverju fólk heilsast með handa- bandi hér á landi, eða notar koss á kinn sem kveðju? Af hverju ganga íslenskir strákar ekki í pilsum og mála sig í framan? Í samfélagi Masaía í Afríku þykir slíkt karlmannlegt. Sinn er siður Hversu löghlýðin(n) ert þú?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=