Á ferð um samfélagið

HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 21 hugsanlega þurft að gera. Leitaðu upp- lýsinga í námsbókum, sögubókum, á netinu eða í fræðibókum. 11. Mörgum hættir til að gleyma að sam- félögin sem þeir tilheyra eru ef til vill ekki ókunnug eða fjarlæg öðrum. Hverju hefði það breytt í fari þínu ef þú hefðir til dæmis fæðst sem gagn- stætt kyn í öðru landi eða annarri heimsálfu? Skrifaðu stutta lýsingu á „dagur í lífi mínu sem strákur/stelpa“ í öðru landi/heimsálfu. 12. Leitaðu upplýsinga um fatnað og tísku landsmanna á 19. öld og berðu hana saman við fatatískuna nú á dögum. Þú mátt gjarnan nota myndir/teikningar til að lýsa muninum. 13. Í kaflanum kemur fram að mikill munur hafi verið á kjörum fólks hér á landi og stéttaskipting mikil. Lýstu þessum mun. Heimildavinna 14. Taktu viðtal við fólk sem fætt er ummiðja síðustu öld (um 1950) og fáðu það til að lýsa skólagöngu sinni. Berðu hana síðan saman við skólagöngu þína. 15. Barnavinna var alþekkt hér á landi fyrr á öldum og á 19. öld var algengt að fimm til sex ára gömul börn væru látin vinna sem smalar eða að passa kindur. Hvenær finnst þér eðlilegt að börn byrji að vinna? Taktu viðtal við eldra fólk eða leitaðu upplýsinga í bókum eða á netinu um barnavinnu hér á landi á 19. og 20. öld. Hefur eitthvað breyst? 16. Taktu viðtal við foreldra eða aðra for- ráðamenn þína um hvernig þú breyttir lífi þeirra. 17. Hvernig hefði líf þitt orðið ef þú hefðir fæðst í einu af fátækari ríkjum heims í Afríku, Suður-Ameríku eða Asíu? Veldu þér eitthvað ákveðið land í þessum heimsálfum og leitaðu upplýsinga um lífskjörin þar í fræðibókum eða á netinu. 18. Barátta kvenna fyrir auknum réttindum hér á landi hófst við lok 19. aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu. Vinnið saman í hóp (3–4) og lýsið kvennabaráttunni hér á landi í stuttu máli. Notið námsbækur, fræðibækur, netið eða takið viðtöl. Veljið eitt af eftirtöldum atriðum og gerið þeim betri skil: • Fyrstu baráttukonurnar. • Kosningaréttur kvenna. • Fyrstu embættismennirnir (t.d. Vigdís Finnbogadóttir). • Kvennafrídagurinn 1975. • Rauðsokkahreyfingin. • Hagur samfélagsins af jafnrétti kynja. 19. Kannið á hvaða svæði barnaþrælkun er útbreiddust í heiminum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=