Á ferð um samfélagið

20 Verkefni 1. Útskýrðu eftirtalin orð og hugtök: Finndu svar 2. Útskýrðu muninn á samfélagi annars vegar og þjóðfélagi hins vegar og nefndu dæmi um hvort tveggja. Hver er munurinn á þessu tvennu? 3. Hvernig var menntun barna háttað hér á landi á 19. öld? 4. Með konungsbréfi 1790 var lestur gerður að skyldunámsgrein hér á landi. Hvað var gert við þá presta sem fermdu ólæs börn? Umræður 5. Hvernig mótar þú samfélagið og hvernig mótar það þig? Nefndu dæmi úr eigin lífi. 6. Yfirstéttin hér á landi gifti gjarnan börn sín innbyrðis. Af hverju heldur þú að það hafi verið? Heldur þú að ástandið sé eins í dag? Rökstyddu svarið. 7. Í könnun sem gerð var meðal nemenda í 10. bekk vorið 2006 kom í ljós að 31% stráka og 16% stelpna taldi fullt jafnrétti ríkja milli kynjanna í íslensku þjóðfélagi. Gerðu sambærilega könnun í bekknum þínum. Hefur orðið einhver breyting frá könnuninni árið 2006? Hvaða skilning leggur þú í jafnrétti kynja? Rökstyddu svarið. 8. Nefndu helstu verkefni sem öll samfélög þurfa að leysa af hendi til að lifa af? Ertu sammála þessari flokkun? Viðfangsefni 9. Vinnið tvö og tvö saman og veljið eina af eftirfarandi fræðigreinum til að út- skýra: Félagsfræði, mannfræði, stjórn- málafræði, sálfræði, hagfræði, landa- fræði, kynjafræði og fjölmiðlafræði. Kynnið síðan fræðigreinina fyrir öðrum nemendum bekkjarins. 10. Hugsaðu þér að þú hafir fæðst hér á landi í upphafi 19. aldar. Skrifaðu frásögn um einn dag í lífi þínu. Hvað hefðir þú samfélagsfræði sjálfsþurftarbúskapur yfirstétt félagsmótun vald landbúnaðarbyltingin barnavinna gildi viðmið mansal sveitarfélag sjálfsmynd

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=