Á ferð um samfélagið

HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 19 • Að sjá íbúum fyrir nauðþurftum : Öll samfélög verða að tryggja fram- leiðslu á fæði, húsnæði, fatnaði og öðrum nauðþurftum. • Nýliðun: Nauðsynlegt er að til verði nýir einstaklingar innan samfélags- ins. Íbúarnir verða að eignast börn sem geta smám saman tekið við af þeim fullorðnu. Nýliðun getur einnig átt sér stað með því að aðrir flytjist til samfélagsins. • Félagsmótun: Þýðir að einstaklingar læra leikreglur samfélagsins. • Völd: Það þarf að taka ákvarðanir í samfélaginu með hagsmuni heildar- innar að leiðarljósi. Til þess eru stjórnmál. Sá sem hefur vald ræður. Sums staðar er fólk kosið til að fara með valdið en annars staðar ekki. Í einföldum samfélögum með fáa íbúa getur ákvarðanatakan verið mjög lýðræðisleg – þar taka íbúarnir þátt í öllum ákvörðunum. Í flóknari sam- félögum er stjórnmálamönnum eða sérfræðingum falið að taka ákvarðan- irnar. • Viðmið og gildi: Öll samfélög hafa viðmið og gildi . Með viðmiðum er átt við skráðar og óskráðar reglur um hvernig þú eigir að hegða þér við mismunandi aðstæður. Gildin eru hins vegar hugmyndir um hvað sé æskilegt og gott (sjá nánar kaflann um viðmið og gildi á bls. 24). Í fjölskyldunni læra börn leikreglur samfélagsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=