Á ferð um samfélagið

18 Mestalla mannkynssöguna hefur fólk búið í smáum samfélögum. Þar til fyrir 10.000 árum voru allir jarðarbúar veiðimenn og safnarar sem lifðu af því að veiða sér dýr til matar og safna saman rótum, ávöxtum og grænmeti. Verkaskipting meðal þeirra var lítil en það þýðir að allir hafi unnið að mestu leyti við það sama. Svo kom landbún- aðarbyltingin fyrir 10–12.000 árum, fyrst í Mesópótamíu og síðar annars staðar. Fólk fór að stunda landbúnað og húsdýrahald og nú fyrst var hægt að framleiða það mikið magn matar að sumir sluppu við að vinna við mat- vælaframleiðslu. Stéttir mynduðust, sumir urðu höfðingjar og stjórnendur, aðrir hermenn, kaupmenn en flestir urðu bændur. Þetta leiddi smám saman til mun flóknari samfélaga. Enn síðar mynduðust svo fyrstu þjóðfélög- in/ríkin þar sem stjórnunarstöður voru í höndum fárra einstaklinga. Gríðar- legur munur er á milli veiðimanna og safnarasamfélaga annars vegar og nútímasamfélaga hins vegar. Samt hafa þessar samfélagsgerðir mörg sömu verkefnin sem þær verða að leysa – annars deyja þær út. Helstu verkefni allra samfélaga eru: Helstu hlutverk samfélaga Maðurinn er félagsvera og sækir í félagsskap annarra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=